Gjald fyrir auðlindir Karen Kjartansdóttir skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Umræða um auðlindanýtingu er mikilvæg og eðlileg. Á Íslandi á þetta sérstaklega við enda er auðlindanýting undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi vegna hás framlags til útflutnings en sennilega er erfitt að finna sambærilegt umfang hjá mörgum öðrum þróuðum hagkerfum. Meginstoðir auðlindageirans hérlendis eru orka, ferðaþjónusta og sjávarútvegur. Hingað til hefur aðeins sjávarútvegurinn haft bolmagn til að greiða sérstaklega fyrir afnot af auðlindinni. Þetta gerir atvinnugreinin í gegnum svokölluð veiðigjöld, vitanlega er tekist á um hve há þau eiga að vera hverju sinni, hvernig þau dreifast, hvaða afleiðingar þau hafa og hvernig þau eru innheimt. Niðurstaðan í íslenska fiskiveiðistjórnunarkerfinu er sú að nýtingin er talin skynsamleg og í takt við umhverfissjónarmið. Rekstrarhvatar eru skýrir og hafa orðið til þess að hér á landi er mikil arðsemi í sjávarútvegi, ólíkt því sem þekkist víðast hvar annars staðar enda er talið að ef horft sé til framlags greinarinnar í heild þá hafi sjávarútvegurinn borgað í bein opinber gjöld á 5 ára tímabili 100 milljarða króna. Mikill fjöldi verðmætra afleiddra starfa hefur auk þess orðið til á Íslandi í tengslum við íslenskan sjávarútveg svo sem í tækni og iðnaði. Nú er til umræðu um að nota uppboðsleið til að innheimta gjald fyrir afnot af auðlindinni fremur en veiðigjald. Þegar kemur að jafn mikilvægri atvinnugrein eins og sjávarútvegi er mikilvægt að fram fari ítarleg greining. Umræða í Færeyjum þar sem heimildir eru boðnar upp til eins árs í senn vekja spurningar sem mikilvægt er að skoða þegar rætt er um að fara svipaða leið. Í Færeyjum er gagnrýnt að þótt hátt verð hafi fengist fyrir heimildirnar í þetta sinn sé um jaðarverð að ræða en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti var boðinn upp. Nýliðun hafi verið engin, mjög fáir fengið heimildir og um 70 prósent þeirra verið félög í erlendu eignarhaldi. Og eins og gerist þegar fækkar í hópi þeirra sem geta tekið þátt í uppboði dregur úr samkeppni og því spáð að verð lækki í næsta skipti sem boðið er upp. Ekkert kerfi er gallalaust eða fullkomið, endurskoðun er mikilvæg en ekki má missa sjónar á langtímahagsmunum fyrir stundargróða þegar kemur að nýtingu auðlinda og innheimtu gjalds fyrir afnot af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Sameinaður Eyjafjörður Davíð Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Umræða um auðlindanýtingu er mikilvæg og eðlileg. Á Íslandi á þetta sérstaklega við enda er auðlindanýting undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi vegna hás framlags til útflutnings en sennilega er erfitt að finna sambærilegt umfang hjá mörgum öðrum þróuðum hagkerfum. Meginstoðir auðlindageirans hérlendis eru orka, ferðaþjónusta og sjávarútvegur. Hingað til hefur aðeins sjávarútvegurinn haft bolmagn til að greiða sérstaklega fyrir afnot af auðlindinni. Þetta gerir atvinnugreinin í gegnum svokölluð veiðigjöld, vitanlega er tekist á um hve há þau eiga að vera hverju sinni, hvernig þau dreifast, hvaða afleiðingar þau hafa og hvernig þau eru innheimt. Niðurstaðan í íslenska fiskiveiðistjórnunarkerfinu er sú að nýtingin er talin skynsamleg og í takt við umhverfissjónarmið. Rekstrarhvatar eru skýrir og hafa orðið til þess að hér á landi er mikil arðsemi í sjávarútvegi, ólíkt því sem þekkist víðast hvar annars staðar enda er talið að ef horft sé til framlags greinarinnar í heild þá hafi sjávarútvegurinn borgað í bein opinber gjöld á 5 ára tímabili 100 milljarða króna. Mikill fjöldi verðmætra afleiddra starfa hefur auk þess orðið til á Íslandi í tengslum við íslenskan sjávarútveg svo sem í tækni og iðnaði. Nú er til umræðu um að nota uppboðsleið til að innheimta gjald fyrir afnot af auðlindinni fremur en veiðigjald. Þegar kemur að jafn mikilvægri atvinnugrein eins og sjávarútvegi er mikilvægt að fram fari ítarleg greining. Umræða í Færeyjum þar sem heimildir eru boðnar upp til eins árs í senn vekja spurningar sem mikilvægt er að skoða þegar rætt er um að fara svipaða leið. Í Færeyjum er gagnrýnt að þótt hátt verð hafi fengist fyrir heimildirnar í þetta sinn sé um jaðarverð að ræða en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti var boðinn upp. Nýliðun hafi verið engin, mjög fáir fengið heimildir og um 70 prósent þeirra verið félög í erlendu eignarhaldi. Og eins og gerist þegar fækkar í hópi þeirra sem geta tekið þátt í uppboði dregur úr samkeppni og því spáð að verð lækki í næsta skipti sem boðið er upp. Ekkert kerfi er gallalaust eða fullkomið, endurskoðun er mikilvæg en ekki má missa sjónar á langtímahagsmunum fyrir stundargróða þegar kemur að nýtingu auðlinda og innheimtu gjalds fyrir afnot af þeim.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar