Golf

Gjafmildur McIlroy styrkir krabbameinssjúk börn

McIlroy við opnunarhátíð hvíldarheimilisins.
McIlroy við opnunarhátíð hvíldarheimilisins. AP
Rory McIlroy opnaði í gær hvíldarheimili á Norður-Írlandi fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra en sjálfur lagði hann til rúmar 200 milljónir króna til þess að verkefnið yrði að veruleika.

Hvíldarheimilið heitir Daisy Lodge en þar geta börn með krabbamein og fjölskyldur þeirra komið og hvílt sig og eytt dýrmætum tíma saman á milli erfiðra krabbameinsmeðferða.

Að sjá hugrekkið í þessum börnum sem þurfa að takast á við baráttu sem er okkur flestum framandi er ótrúlegt,“ sagði McIlroy við opnunarathöfnina. „Maður tók ýmsu sem sjálfsögðum hlut þegar að maður var yngri en að sjá þá erfileika sem þau fara í gegn um fær mann til að hugsa sig um og þakka fyrir hvað maður á.“

Alls kostuðu framkvæmdirnar við hvíldarheimilið 600 milljónir en þar má meðal annars finna sex lúxusíbúðir, kvikmyndasal, sundlaug og iðjuþjálfun ásamt fjölbreyttri dægradvöl fyrir börnin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×