Erlent

Ginnungagap á velli Gullbjörnsins

Atli Ísleifsson skrifar
Holan er í stærra lagi.
Holan er í stærra lagi. Vísir/AP
Risavaxin hola myndaðist á Top of the Rock golfvellinum í Missouri-ríki í Bandaríkjunum í gær. Völlurinn er hannaður af Gullbirninum Jack Nicklaus.

Holur sem þessar myndast þegar jarðvegur gefur sig og hola myndast ofan í jörðina. Holan sem um ræðir er 24 metrar í þvermáli og rúmlega tíu metra djúp og myndaðist nærri æfingasvæðinu á golfvellinum.

Í frétt USA Today segir að enginn hafi slasast af völdum holunnar og segja forsvarsmenn vallarins að engin sérstök hætta stafi af holunni að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×