Enski boltinn

Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Manchester United hefur tilkynntRyan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra.

Giggs mun stýra liðinu þar til nýr stjóri verður ráðinn en félagið mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr en að ráðningaferlinu lýkur.

Jürgen Klopp mun ekki taka við starfi David Moyes en hann ætlar að halda kyrru fyrir hjá Dortmund í Þýskalandi.

Louis van Gaal hefur verið orðaður við starfið, sem og Diego Simeone. Þá bárust tíðindi frá ítölskum fjölmiðlum í morgun að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, komi jafnvel til greina.

Giggs er 40 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril með United. Enginn leikmaður í sögu félagsins hefur unnið fleiri titla en hann.


Tengdar fréttir

Klopp fer hvergi

Forráðamenn þýska liðsins Dortmund fulllyrða að Jürgen Klopp muni ekki fara frá félaginu til að taka við stjórn Manchester United.

Brottrekstur Moyes staðfestur

Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×