Erlent

Gífurlegt öskufall í Chile - Myndir

Samúel Karl Ólason skrifar
Þykkt öskulag liggur yfir bænum Ensenada.
Þykkt öskulag liggur yfir bænum Ensenada. Vísir/EPA/AFP
Síðan eldgos hófst í Calbucofjalli í Chile á miðvikudaginn hefur gífurlegu magni af ösku rignt yfir nærliggjandi svæði. Þök hafa gefið undan þunganum og óttast er að vatnsból muni mengast og að aska muni valda öndunarörðuleikum.

Eldfjallið hefur sent ösku í allt að tíu kílómetra hæð.

Langflestir íbúar bæjarins Ensenada voru fluttar af svæðinu á miðvikudaginn, en einungis 30 urðu eftir af ótta um velferð dýra sinna eða eigna. Samkvæmt Guardian sneri fólk þó við í gærkvöldi til að meta skaðann og skoða aðstæður.

Alls er búið að flytja um fjögur þúsund manns af svæðinu við fjallið og ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið.

Íbúar á nærliggjandi svæðum urðu margir hverjir skelkaðir á miðvikudagskvöldið þegar gífurlegur hávaði fór að heyrast frá eldfjallinu. Einn íbúi lýsti hljóðinu á þann að það hefði verið eins kjarnorkusprengja hefði verið sprengd.

Hér að neðan má sjá myndir af ástandinu í Ensenada og einnig frá eldingum í eldgosinu.

Vísir/AFP
Vísir/EPA
Vísir/AFP
Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×