Geta orðið allt að fimm hundruð ára gamlir Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. ágúst 2016 08:00 Hákarlar verða allra hryggdýra elstir, samkvæmt nýrri rannsókn danskra vísindamanna. Nordicphotos/AFP Hákarlar geta orðið 300 til 500 ára gamlir. Þetta fullyrða danskir vísindamenn sem hafa gert rannsóknir á 28 hákörlum. Sá elsti reyndist vera um það bil 392 ára gamall, en skekkjumörkin eru reyndar töluverð: 120 ár, þannig að þessi hákarl gæti verið í mesta lagi 512 ára en þó ekki yngri en 272 ára. Það þýðir að hann kom í heiminn einhvern tímann á árabilinu 1492 til 1789. Meira en hálf öld er liðin frá því vísindamenn áttuðu sig á því að hákarlar vaxa aðeins um örfáa sentimetra á ári, eða jafnvel vel innan við sentimetra. Það var danski sjávarlíffræðingurinn Paul Marinus Hansen sem benti fyrstur á þetta. Auk þess hefur lengi verið þekkt að þeir verða háaldraðir. Fáar ef nokkrar dýrategundir verða eldri. Til þessa hafði samt engum tekist að finna nothæfa leið til að greina aldur þeirra. Eða þangað til Julius Nielsen og félagar fengu birta fyrir helgi grein í tímaritinu Science, þar sem þeir lýsa aðferð sinni við að aldursgreina hákarla. Þessu er öllu saman lýst á danska vísindavefnum videnskab.dk og í frásögn á vef líffræðistofnunar Kaupmannahafnarháskóla. Notast er við geislakolsaðferðina sem hefur áratugum saman reynst vísindamönnum vel við aldursgreiningu á lífverum, fornleifum, jarðefnum og öðru því sem menn vilja vita aldur á. Aðferðin felst í því að greina magn C-14 kolefnis, sem er geislavirkt og klofnar með tímanum. Lausnin fannst þegar Nielsen og félagar prófuðu að beita þessari aðferð á augnasteina hákarlanna, með svipuðum hætti og áður hefur verið gert til að aldursgreina hvali. Rétt eins og fiskar halda hákarlar áfram að vaxa alla ævina, mest reyndar fyrst en svo hægist smám saman á vextinum. Þeir verða allt að fimm metra langir og geta orðið eitt tonn að þyngd. Augasteinar hákarls breytast hins vegar lítið eftir fæðinguna og því er hægt að beita geislakolsaðferðinni á þá. Þar nýttust vísindamönnunum líka tilraunir með kjarnorkusprengingar, sem gerðar voru á sjötta áratugnum. Þær skildu eftir sig mikið magn af C-14 kolefni, þannig að sjá mátti hvort hákarlarnir voru fæddir fyrir eða eftir þessar kjarnorkutilraunir.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Hákarlar geta orðið 300 til 500 ára gamlir. Þetta fullyrða danskir vísindamenn sem hafa gert rannsóknir á 28 hákörlum. Sá elsti reyndist vera um það bil 392 ára gamall, en skekkjumörkin eru reyndar töluverð: 120 ár, þannig að þessi hákarl gæti verið í mesta lagi 512 ára en þó ekki yngri en 272 ára. Það þýðir að hann kom í heiminn einhvern tímann á árabilinu 1492 til 1789. Meira en hálf öld er liðin frá því vísindamenn áttuðu sig á því að hákarlar vaxa aðeins um örfáa sentimetra á ári, eða jafnvel vel innan við sentimetra. Það var danski sjávarlíffræðingurinn Paul Marinus Hansen sem benti fyrstur á þetta. Auk þess hefur lengi verið þekkt að þeir verða háaldraðir. Fáar ef nokkrar dýrategundir verða eldri. Til þessa hafði samt engum tekist að finna nothæfa leið til að greina aldur þeirra. Eða þangað til Julius Nielsen og félagar fengu birta fyrir helgi grein í tímaritinu Science, þar sem þeir lýsa aðferð sinni við að aldursgreina hákarla. Þessu er öllu saman lýst á danska vísindavefnum videnskab.dk og í frásögn á vef líffræðistofnunar Kaupmannahafnarháskóla. Notast er við geislakolsaðferðina sem hefur áratugum saman reynst vísindamönnum vel við aldursgreiningu á lífverum, fornleifum, jarðefnum og öðru því sem menn vilja vita aldur á. Aðferðin felst í því að greina magn C-14 kolefnis, sem er geislavirkt og klofnar með tímanum. Lausnin fannst þegar Nielsen og félagar prófuðu að beita þessari aðferð á augnasteina hákarlanna, með svipuðum hætti og áður hefur verið gert til að aldursgreina hvali. Rétt eins og fiskar halda hákarlar áfram að vaxa alla ævina, mest reyndar fyrst en svo hægist smám saman á vextinum. Þeir verða allt að fimm metra langir og geta orðið eitt tonn að þyngd. Augasteinar hákarls breytast hins vegar lítið eftir fæðinguna og því er hægt að beita geislakolsaðferðinni á þá. Þar nýttust vísindamönnunum líka tilraunir með kjarnorkusprengingar, sem gerðar voru á sjötta áratugnum. Þær skildu eftir sig mikið magn af C-14 kolefni, þannig að sjá mátti hvort hákarlarnir voru fæddir fyrir eða eftir þessar kjarnorkutilraunir.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira