Viðskipti erlent

Geta krafið Google um að fjarlægja upplýsingar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að ættu upplýsingarnar ekki við lengur ætti sá sem upplýsingarnar fjölluðu um rétt á því að krefjast þess að þær yrðu fjarlægðar.
Dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að ættu upplýsingarnar ekki við lengur ætti sá sem upplýsingarnar fjölluðu um rétt á því að krefjast þess að þær yrðu fjarlægðar.
Einstaklingar eiga rétt á því samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins frá því í dag að krefja netfyrirtækið Google um að eyða persónulegum gögnum sem leitarvélin hefur safnað um viðkomandi. Byggist það á rétti fólks til að gleymast (e. right to be forgotten).

Spænskur maður kvartaði yfir því að hægt væri að finna upplýsingar um uppboð á heimili hans. Vildi hann láta fjarlægja þær upplýsingar. Með því taldi Google sig aftur á móti vera að ritskoða efni á vefnum.

Dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að ættu upplýsingarnar ekki við lengur ætti sá sem upplýsingarnar fjölluðu um rétt á því að krefjast þess að þær yrðu fjarlægðar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×