Gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingar 10. nóvember 2012 14:21 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingar Hagsmunasamtaka heimilanna sem hafa meðal annars birst í sjónvarpi síðustu daga. Steingrímur segir að samtökin hafi gripið til þess ráðs að slá fram rakalausum fullyrðingum um nýlegt frumvarp ráðherrans um neytendalán. Er fullyrt í auglýsingunum að frumvarpið eigi með einhverjum hætti að „auðvelda bönkunum að ljúga að okkur", eins og það er orðað í auglýsingunni, þar sem ekki sé tekið tillit til verðbótaþáttsins við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar verðtryggðra lána. Steingrímur segir þetta meðal annars misskilning og að lögin betrumbæti upplýsingar sem neytandi á rétt á af hálfu lánastofnanna. Hér fyrir ofan má sjá auglýsinguna. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu ráðherrans í heild sinni: „Hagsmunasamtök heimilanna hafa birt auglýsingar undafarna daga og vakið þannig athygli á málstaði sínum. Í því skyni hafa þau því miður gripið til þess ráðs að slá fram rakalausum fullyrðingum um nýlegt frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um neytendalán. Er fullyrt í auglýsingunum að frumvarpið eigi með einhverjum hætti að "auðvelda bönkunum að ljúga að okkur"þar sem ekki er tekið tillit til verðbótaþáttsins við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar verðtryggðra lána. Við þetta er margt að athuga. Í fyrsta lagi er árleg hlutfallstala kostnaðar fyrst og fremst tól sem á að hjálpa neytendum að bera saman lánssamninga. Ekki er hægt að veita upplýsingar um framtíðarþróun verðtryggðra lána enda veit engin núlifandi maður hver þróun verðbólgu á Íslandi né annars staðar í heiminum verður, ekki frekar en þróun stýrivaxta næstu 40 árin. Vegna ólíks eðlis verðtryggðra og óverðtryggðra lána og þeirra mismunandi þátta sem hafa áhrif á þróun greiðslubyrði og höfuðstóls þessara lána þá hentar árleg hlutfallstala kostnaðar ekki til þess að bera saman slíka samninga. Hún hentar hinsvegar mjög vel til þess að bera saman eitt verðtryggt lán við annað eða eitt óverðtryggt lán við annað. Til þess að hjálpa neytendum að átta sig á muninum á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum og því hvaða áhrif verðbólga og vaxtahækkanir Seðlabankans geta haft á greiðslubyrði og höfuðstól lána þá er í frumvarpinu sérstaklega kveðið á um að lánveitanda beri að veita upplýsingar um sögulega þróun verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þannig að frumvarpið kveður á um upplýsingaskyldu til neytenda. Í öðru lagi eru lögin mikilvæg betrumbót á núgildandi lögum þar sem þær upplýsingar sem lánveitanda ber að veita á öllum stigum eru mun ítarlegri og betur úr garði gerðar. Auk þess sem kveðið er á um skyldu til að framkvæma mat á lánshæfi áður en lánssamingur er gerður og stuðla þar með að ábyrgum lánveitingum. Í þriðja lagi er tekið á svokölluðum smálánum með því að setja þak á árlega hlutfallstölu kostnaðar á árlegum grundvelli vegna slíkra lána en lögmaður þeirra fyrirtækja telur að slík lagasetning muni ríða þeim að fullu. Er þetta til að taka á lánum sem fyrir liggur að eru okurlán en tengjast ekki verðlags eða stýrivaxtaþróun í landinu sem önnur lán geta fallið undir. Frumvarpið kveður því á um mikilvæga vernd fyrir neytendur og að veita þær bestu mögulega upplýsingar um lánakjör sem hægt er hverju sinni. Tal um blekkingar og lygi í þessu sambandi eru því ekki þeim ágæta málstað sem Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir til framdráttar né þeim sem þau vilja verja." Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingar Hagsmunasamtaka heimilanna sem hafa meðal annars birst í sjónvarpi síðustu daga. Steingrímur segir að samtökin hafi gripið til þess ráðs að slá fram rakalausum fullyrðingum um nýlegt frumvarp ráðherrans um neytendalán. Er fullyrt í auglýsingunum að frumvarpið eigi með einhverjum hætti að „auðvelda bönkunum að ljúga að okkur", eins og það er orðað í auglýsingunni, þar sem ekki sé tekið tillit til verðbótaþáttsins við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar verðtryggðra lána. Steingrímur segir þetta meðal annars misskilning og að lögin betrumbæti upplýsingar sem neytandi á rétt á af hálfu lánastofnanna. Hér fyrir ofan má sjá auglýsinguna. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu ráðherrans í heild sinni: „Hagsmunasamtök heimilanna hafa birt auglýsingar undafarna daga og vakið þannig athygli á málstaði sínum. Í því skyni hafa þau því miður gripið til þess ráðs að slá fram rakalausum fullyrðingum um nýlegt frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um neytendalán. Er fullyrt í auglýsingunum að frumvarpið eigi með einhverjum hætti að "auðvelda bönkunum að ljúga að okkur"þar sem ekki er tekið tillit til verðbótaþáttsins við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar verðtryggðra lána. Við þetta er margt að athuga. Í fyrsta lagi er árleg hlutfallstala kostnaðar fyrst og fremst tól sem á að hjálpa neytendum að bera saman lánssamninga. Ekki er hægt að veita upplýsingar um framtíðarþróun verðtryggðra lána enda veit engin núlifandi maður hver þróun verðbólgu á Íslandi né annars staðar í heiminum verður, ekki frekar en þróun stýrivaxta næstu 40 árin. Vegna ólíks eðlis verðtryggðra og óverðtryggðra lána og þeirra mismunandi þátta sem hafa áhrif á þróun greiðslubyrði og höfuðstóls þessara lána þá hentar árleg hlutfallstala kostnaðar ekki til þess að bera saman slíka samninga. Hún hentar hinsvegar mjög vel til þess að bera saman eitt verðtryggt lán við annað eða eitt óverðtryggt lán við annað. Til þess að hjálpa neytendum að átta sig á muninum á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum og því hvaða áhrif verðbólga og vaxtahækkanir Seðlabankans geta haft á greiðslubyrði og höfuðstól lána þá er í frumvarpinu sérstaklega kveðið á um að lánveitanda beri að veita upplýsingar um sögulega þróun verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þannig að frumvarpið kveður á um upplýsingaskyldu til neytenda. Í öðru lagi eru lögin mikilvæg betrumbót á núgildandi lögum þar sem þær upplýsingar sem lánveitanda ber að veita á öllum stigum eru mun ítarlegri og betur úr garði gerðar. Auk þess sem kveðið er á um skyldu til að framkvæma mat á lánshæfi áður en lánssamingur er gerður og stuðla þar með að ábyrgum lánveitingum. Í þriðja lagi er tekið á svokölluðum smálánum með því að setja þak á árlega hlutfallstölu kostnaðar á árlegum grundvelli vegna slíkra lána en lögmaður þeirra fyrirtækja telur að slík lagasetning muni ríða þeim að fullu. Er þetta til að taka á lánum sem fyrir liggur að eru okurlán en tengjast ekki verðlags eða stýrivaxtaþróun í landinu sem önnur lán geta fallið undir. Frumvarpið kveður því á um mikilvæga vernd fyrir neytendur og að veita þær bestu mögulega upplýsingar um lánakjör sem hægt er hverju sinni. Tal um blekkingar og lygi í þessu sambandi eru því ekki þeim ágæta málstað sem Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir til framdráttar né þeim sem þau vilja verja."
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira