Gera yrði breytingar á málinu hér heima 17. desember 2010 05:30 Sjömenningarnir eru sakaðir um að hafa haft hundruð milljarða króna út úr Glitni með óheiðarlegum aðferðum.Fréttablaðið/valli Töluverðar breytingar þyrfti að gera á málatilbúnaði slitastjórnar Glitnis gegn svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ef ákveðið yrði að höfða málið á Íslandi. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, en tekur jafnframt fram að hún telji að það mundi ekki útheimta ýkja mikla vinnu. Dómarinn Charles E. Ramos vísaði málinu frá dómi í New York á þriðjudag og sagði það eiga heima á Íslandi, þar sem stefndu væru allir Íslendingar og Glitnir íslenskt fyrirtæki. Í málinu var Jóni Ásgeiri, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding, Jóni Sigurðssyni og Þorsteini M. Jónssyni stefnt til að endurgreiða tvo milljarða dala, jafnvirði um 230 milljarða króna, sem sjömenningarnir voru sakaðir um að hafa sogið út úr bankanum í flóknu samsæri. Slitastjórnin hefur lýst því yfir að haldið verði áfram með málið. Ekki liggur fyrir hvar það verður gert. Enn á eftir að ákveða hvort frávísuninni verður áfrýjað og hefur Steinunn aðspurð ekki viljað útiloka að málið geti verið höfðað annars staðar en á Íslandi ákveði slitastjórnin að una frávísuninni, til dæmis í London. Stefnan í New York er berorð og mun harðorðari en þær sem tíðkast hér. Þar er jafnframt notast við hugtök sem ekki eru þekkt í íslenskum rétti. Sumir stefndu eru sagðir hafa verið skuggastjórnendur Glitnis og ítrekað er vísað til þess að Ingibjörg Pálmadóttir sé hliðarsjálf eiginmanns síns. „Það má alveg reikna með því að málið yrði lagt upp öðruvísi á Íslandi,“ segir Steinunn. Hún vill ekki segja til um að hvaða leyti málið yrði frábrugðið hér heima. „En atburðarásin sem er lýst í stefnunni er auðvitað eins og hún er,“ segir hún. Hún segir að þótt málið tæki breytingum yrði vinnan við það ekki sérlega flókin. Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir ljóst að stefnan hér heima þurfi að byggja á íslenskum rétti. Það ætti þó ekki að vera neitt stórmál. „Auðvitað yrðu menn að færa málið í búning sem harmónerar við íslenskan skaðabótarétt,“ segir hann. Hann þekki stefnuna ytra þó ekki í þaula og geti því ekki sagt til um nákvæmlega hvaða breytingar þyrfti að gera. Hann segir að vel kunni að vera að yfirbragð stefnunnar úti helgist af því að málinu hafi verið ætlað að fara fyrir kviðdóm. Líklegt sé að það yrði tónað niður hér heima. „Ég held að það yrði engin flugeldasýning hérna fyrir íslenskum dómstólum.“ stigur@frettabladid.is Steinunn Guðbjartsdóttir Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Töluverðar breytingar þyrfti að gera á málatilbúnaði slitastjórnar Glitnis gegn svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ef ákveðið yrði að höfða málið á Íslandi. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, en tekur jafnframt fram að hún telji að það mundi ekki útheimta ýkja mikla vinnu. Dómarinn Charles E. Ramos vísaði málinu frá dómi í New York á þriðjudag og sagði það eiga heima á Íslandi, þar sem stefndu væru allir Íslendingar og Glitnir íslenskt fyrirtæki. Í málinu var Jóni Ásgeiri, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding, Jóni Sigurðssyni og Þorsteini M. Jónssyni stefnt til að endurgreiða tvo milljarða dala, jafnvirði um 230 milljarða króna, sem sjömenningarnir voru sakaðir um að hafa sogið út úr bankanum í flóknu samsæri. Slitastjórnin hefur lýst því yfir að haldið verði áfram með málið. Ekki liggur fyrir hvar það verður gert. Enn á eftir að ákveða hvort frávísuninni verður áfrýjað og hefur Steinunn aðspurð ekki viljað útiloka að málið geti verið höfðað annars staðar en á Íslandi ákveði slitastjórnin að una frávísuninni, til dæmis í London. Stefnan í New York er berorð og mun harðorðari en þær sem tíðkast hér. Þar er jafnframt notast við hugtök sem ekki eru þekkt í íslenskum rétti. Sumir stefndu eru sagðir hafa verið skuggastjórnendur Glitnis og ítrekað er vísað til þess að Ingibjörg Pálmadóttir sé hliðarsjálf eiginmanns síns. „Það má alveg reikna með því að málið yrði lagt upp öðruvísi á Íslandi,“ segir Steinunn. Hún vill ekki segja til um að hvaða leyti málið yrði frábrugðið hér heima. „En atburðarásin sem er lýst í stefnunni er auðvitað eins og hún er,“ segir hún. Hún segir að þótt málið tæki breytingum yrði vinnan við það ekki sérlega flókin. Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir ljóst að stefnan hér heima þurfi að byggja á íslenskum rétti. Það ætti þó ekki að vera neitt stórmál. „Auðvitað yrðu menn að færa málið í búning sem harmónerar við íslenskan skaðabótarétt,“ segir hann. Hann þekki stefnuna ytra þó ekki í þaula og geti því ekki sagt til um nákvæmlega hvaða breytingar þyrfti að gera. Hann segir að vel kunni að vera að yfirbragð stefnunnar úti helgist af því að málinu hafi verið ætlað að fara fyrir kviðdóm. Líklegt sé að það yrði tónað niður hér heima. „Ég held að það yrði engin flugeldasýning hérna fyrir íslenskum dómstólum.“ stigur@frettabladid.is Steinunn Guðbjartsdóttir
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira