Gera yrði breytingar á málinu hér heima 17. desember 2010 05:30 Sjömenningarnir eru sakaðir um að hafa haft hundruð milljarða króna út úr Glitni með óheiðarlegum aðferðum.Fréttablaðið/valli Töluverðar breytingar þyrfti að gera á málatilbúnaði slitastjórnar Glitnis gegn svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ef ákveðið yrði að höfða málið á Íslandi. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, en tekur jafnframt fram að hún telji að það mundi ekki útheimta ýkja mikla vinnu. Dómarinn Charles E. Ramos vísaði málinu frá dómi í New York á þriðjudag og sagði það eiga heima á Íslandi, þar sem stefndu væru allir Íslendingar og Glitnir íslenskt fyrirtæki. Í málinu var Jóni Ásgeiri, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding, Jóni Sigurðssyni og Þorsteini M. Jónssyni stefnt til að endurgreiða tvo milljarða dala, jafnvirði um 230 milljarða króna, sem sjömenningarnir voru sakaðir um að hafa sogið út úr bankanum í flóknu samsæri. Slitastjórnin hefur lýst því yfir að haldið verði áfram með málið. Ekki liggur fyrir hvar það verður gert. Enn á eftir að ákveða hvort frávísuninni verður áfrýjað og hefur Steinunn aðspurð ekki viljað útiloka að málið geti verið höfðað annars staðar en á Íslandi ákveði slitastjórnin að una frávísuninni, til dæmis í London. Stefnan í New York er berorð og mun harðorðari en þær sem tíðkast hér. Þar er jafnframt notast við hugtök sem ekki eru þekkt í íslenskum rétti. Sumir stefndu eru sagðir hafa verið skuggastjórnendur Glitnis og ítrekað er vísað til þess að Ingibjörg Pálmadóttir sé hliðarsjálf eiginmanns síns. „Það má alveg reikna með því að málið yrði lagt upp öðruvísi á Íslandi,“ segir Steinunn. Hún vill ekki segja til um að hvaða leyti málið yrði frábrugðið hér heima. „En atburðarásin sem er lýst í stefnunni er auðvitað eins og hún er,“ segir hún. Hún segir að þótt málið tæki breytingum yrði vinnan við það ekki sérlega flókin. Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir ljóst að stefnan hér heima þurfi að byggja á íslenskum rétti. Það ætti þó ekki að vera neitt stórmál. „Auðvitað yrðu menn að færa málið í búning sem harmónerar við íslenskan skaðabótarétt,“ segir hann. Hann þekki stefnuna ytra þó ekki í þaula og geti því ekki sagt til um nákvæmlega hvaða breytingar þyrfti að gera. Hann segir að vel kunni að vera að yfirbragð stefnunnar úti helgist af því að málinu hafi verið ætlað að fara fyrir kviðdóm. Líklegt sé að það yrði tónað niður hér heima. „Ég held að það yrði engin flugeldasýning hérna fyrir íslenskum dómstólum.“ stigur@frettabladid.is Steinunn Guðbjartsdóttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Töluverðar breytingar þyrfti að gera á málatilbúnaði slitastjórnar Glitnis gegn svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ef ákveðið yrði að höfða málið á Íslandi. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, en tekur jafnframt fram að hún telji að það mundi ekki útheimta ýkja mikla vinnu. Dómarinn Charles E. Ramos vísaði málinu frá dómi í New York á þriðjudag og sagði það eiga heima á Íslandi, þar sem stefndu væru allir Íslendingar og Glitnir íslenskt fyrirtæki. Í málinu var Jóni Ásgeiri, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding, Jóni Sigurðssyni og Þorsteini M. Jónssyni stefnt til að endurgreiða tvo milljarða dala, jafnvirði um 230 milljarða króna, sem sjömenningarnir voru sakaðir um að hafa sogið út úr bankanum í flóknu samsæri. Slitastjórnin hefur lýst því yfir að haldið verði áfram með málið. Ekki liggur fyrir hvar það verður gert. Enn á eftir að ákveða hvort frávísuninni verður áfrýjað og hefur Steinunn aðspurð ekki viljað útiloka að málið geti verið höfðað annars staðar en á Íslandi ákveði slitastjórnin að una frávísuninni, til dæmis í London. Stefnan í New York er berorð og mun harðorðari en þær sem tíðkast hér. Þar er jafnframt notast við hugtök sem ekki eru þekkt í íslenskum rétti. Sumir stefndu eru sagðir hafa verið skuggastjórnendur Glitnis og ítrekað er vísað til þess að Ingibjörg Pálmadóttir sé hliðarsjálf eiginmanns síns. „Það má alveg reikna með því að málið yrði lagt upp öðruvísi á Íslandi,“ segir Steinunn. Hún vill ekki segja til um að hvaða leyti málið yrði frábrugðið hér heima. „En atburðarásin sem er lýst í stefnunni er auðvitað eins og hún er,“ segir hún. Hún segir að þótt málið tæki breytingum yrði vinnan við það ekki sérlega flókin. Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir ljóst að stefnan hér heima þurfi að byggja á íslenskum rétti. Það ætti þó ekki að vera neitt stórmál. „Auðvitað yrðu menn að færa málið í búning sem harmónerar við íslenskan skaðabótarétt,“ segir hann. Hann þekki stefnuna ytra þó ekki í þaula og geti því ekki sagt til um nákvæmlega hvaða breytingar þyrfti að gera. Hann segir að vel kunni að vera að yfirbragð stefnunnar úti helgist af því að málinu hafi verið ætlað að fara fyrir kviðdóm. Líklegt sé að það yrði tónað niður hér heima. „Ég held að það yrði engin flugeldasýning hérna fyrir íslenskum dómstólum.“ stigur@frettabladid.is Steinunn Guðbjartsdóttir
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira