Gera ekki kröfu um að Þorsteinn eigi Vífilfell áfram Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2010 18:30 Vífilfell missir ekki leyfi til að tappa á og selja kók þótt Arion banki taki rekstur fyrirtækisins yfir, þvert á það sem áður hefur komið fram. Vífilfell og félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar skulda Arion banka ellefu milljarða króna.Samkvæmt lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 skulduðu Vífilfell og félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar Kaupþingi, nú Arion Banka, alls 73 milljónir evra, eða jafnvirði rúmlega ellefu milljarða króna. Þar af voru skuldir tveggja félaga Þorsteins, Sólstafa ehf. og Stuðlaháls ehf. alls 57 milljónir evra, eða jafnvirði um níu milljarða króna. Tryggingar fyrir þessum skuldum eru m.a hlutabréf í Vífilfelli sem er með átöppunar- og dreifingarleyfi fyrir kók og aðra gosdrykki frá Coca Cola Company. Fyrirtækið er í raun eins og eilífðarmjólkurkú því Íslendingar elska kók en velta fyrirtækisins er sex milljarðar á ári. Vífillfell á fasteignir við Stuðlaháls, vélar og tæki, en auk þess á félagið 5 prósent eignarhlut í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco. Miðað við það verð sem fjárfestingarfélagið 3i greiddi fyrir 20 prósent hlut í Refresco er þessi hlutur Vífilfells metinn á 21 milljón evra, eða um 3,3 milljarða króna, en í mars á þessu ári keypti fjárfestingafélagið 3i 20 prósent hlut í Refresco á 84 milljónir evra. Skuldir félaga Þorsteins íþyngja þeim mjög. Fréttastofa RÚV greindi frá því í október á síðasta ári að fulltrúi Coca Cola á Norðurlöndunum hefði sagt Kaupþingi að ef gengið yrði að veðum í Vífilfelli myndi Coca Cola svipta fyrirtækið leyfi til að tappa á flöskur. Þetta virðist ekki vera raunin því Coca Cola Europe virðist ekki hafa áhyggjur af því hver á Vífilfell. Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að Coca Cola Europe væri ekki mótfallið yfirtöku á Vífilfelli. Fréttastofa Stöðvar 2 hafði samband við Joel Morris, talsmann Coca Cola Europe, og sagði hann í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu: „Við höfum aðeins eitt markmið og það er að halda áfram að veita íslenskum neytendum vörur sem þeir njóta." Morris segir að fyrirtækið muni geri það sem sé nauðsynlegt til að ná þessu markmiði. Eignarhald er því í raun ekki fyrirstaða ef Arion banki hefur í hyggju að taka Vífilfell yfir en látið hefur verið í veðri vaka að bankinn geti ekki gengið að tryggingum sínum vegna skilyrða Coca Cola sem vilji ekki aðra en Þorstein við stjórnvölinn í fyrirtækinu, eins og greint er frá framar. Þorsteinn M. Jónsson vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði sambandi við hann í dag. Hann vildi ekki svara spurningum um hvort eignarhaldsfélögin Sólstafir ehf. og Stuðlaháls ehf. hefðu staðið í skilum með sín lán.Áður en Þorsteinn eignaðist Vífilfell og varð stjórnarformaður félagsins var hann forstjóri þess í tíð eldri eiganda. Hann fjármagnaði kaup sín á félaginu að fullu með lánum frá Kaupþingi banka.Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ræðir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, um kaup Þorsteins á fyrirtækinu en í vitnisburði sínum fyrir rannsóknarnefndinni segir Styrmir og vitnar til samtals sem þeir tveir áttu: „Ég sagði við hann: Þorsteinn, ég veit að þú átt enga peninga, geturðu útskýrt fyrir mér hvernig þú getur keypt Vífilfell? Og hann horfði á mig, brosti, og ég gleymi aldrei orðalaginu: Með þróaðri fjármálatækni." Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Vífilfell missir ekki leyfi til að tappa á og selja kók þótt Arion banki taki rekstur fyrirtækisins yfir, þvert á það sem áður hefur komið fram. Vífilfell og félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar skulda Arion banka ellefu milljarða króna.Samkvæmt lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 skulduðu Vífilfell og félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar Kaupþingi, nú Arion Banka, alls 73 milljónir evra, eða jafnvirði rúmlega ellefu milljarða króna. Þar af voru skuldir tveggja félaga Þorsteins, Sólstafa ehf. og Stuðlaháls ehf. alls 57 milljónir evra, eða jafnvirði um níu milljarða króna. Tryggingar fyrir þessum skuldum eru m.a hlutabréf í Vífilfelli sem er með átöppunar- og dreifingarleyfi fyrir kók og aðra gosdrykki frá Coca Cola Company. Fyrirtækið er í raun eins og eilífðarmjólkurkú því Íslendingar elska kók en velta fyrirtækisins er sex milljarðar á ári. Vífillfell á fasteignir við Stuðlaháls, vélar og tæki, en auk þess á félagið 5 prósent eignarhlut í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco. Miðað við það verð sem fjárfestingarfélagið 3i greiddi fyrir 20 prósent hlut í Refresco er þessi hlutur Vífilfells metinn á 21 milljón evra, eða um 3,3 milljarða króna, en í mars á þessu ári keypti fjárfestingafélagið 3i 20 prósent hlut í Refresco á 84 milljónir evra. Skuldir félaga Þorsteins íþyngja þeim mjög. Fréttastofa RÚV greindi frá því í október á síðasta ári að fulltrúi Coca Cola á Norðurlöndunum hefði sagt Kaupþingi að ef gengið yrði að veðum í Vífilfelli myndi Coca Cola svipta fyrirtækið leyfi til að tappa á flöskur. Þetta virðist ekki vera raunin því Coca Cola Europe virðist ekki hafa áhyggjur af því hver á Vífilfell. Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að Coca Cola Europe væri ekki mótfallið yfirtöku á Vífilfelli. Fréttastofa Stöðvar 2 hafði samband við Joel Morris, talsmann Coca Cola Europe, og sagði hann í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu: „Við höfum aðeins eitt markmið og það er að halda áfram að veita íslenskum neytendum vörur sem þeir njóta." Morris segir að fyrirtækið muni geri það sem sé nauðsynlegt til að ná þessu markmiði. Eignarhald er því í raun ekki fyrirstaða ef Arion banki hefur í hyggju að taka Vífilfell yfir en látið hefur verið í veðri vaka að bankinn geti ekki gengið að tryggingum sínum vegna skilyrða Coca Cola sem vilji ekki aðra en Þorstein við stjórnvölinn í fyrirtækinu, eins og greint er frá framar. Þorsteinn M. Jónsson vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði sambandi við hann í dag. Hann vildi ekki svara spurningum um hvort eignarhaldsfélögin Sólstafir ehf. og Stuðlaháls ehf. hefðu staðið í skilum með sín lán.Áður en Þorsteinn eignaðist Vífilfell og varð stjórnarformaður félagsins var hann forstjóri þess í tíð eldri eiganda. Hann fjármagnaði kaup sín á félaginu að fullu með lánum frá Kaupþingi banka.Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ræðir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, um kaup Þorsteins á fyrirtækinu en í vitnisburði sínum fyrir rannsóknarnefndinni segir Styrmir og vitnar til samtals sem þeir tveir áttu: „Ég sagði við hann: Þorsteinn, ég veit að þú átt enga peninga, geturðu útskýrt fyrir mér hvernig þú getur keypt Vífilfell? Og hann horfði á mig, brosti, og ég gleymi aldrei orðalaginu: Með þróaðri fjármálatækni."
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira