Viðskipti innlent

George Soros kaupir tugmilljarða kröfur í Glitni

ingvar haraldsson skrifar
Vogunarsjóður í eigu George Soros, 29. ríkasta manns heims, hefur keypt kröfur í Glitni fyrir milljarða.
Vogunarsjóður í eigu George Soros, 29. ríkasta manns heims, hefur keypt kröfur í Glitni fyrir milljarða. nordicphotos/afp
Vogunarsjóður í eigu George Soros, 29. ríkasta manns heims, hefur keypt tugmilljarða kröfur í Glitni. DV greinir frá.

Soros er helst þekktur fyrir að hafa fellt gengi breska pundsins árið 1992 og þannig hagnast um einn milljarð punda, um 200 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag.

Vogunarsjóðurinn keypti kröfurnar í desember og janúar síðastliðnum að verðmæti 46 milljarða að nafnvirði.

Við það er sjóðurinn, sem ber nafnið Quantum Partners LP, í kringum tíundi stærsti kröfuhafi Glitnis.

Ætlað er að markaðsvirði krafnanna sem Soros keypti séu um 13 milljarðar króna en kröfur á bankann hafa verið að seljast á 27%-29% af nafnvirði þeirra.

Quantum Partners á því um 2% allra samþykktra krafna í slitabúi Glitnis en þær námu samtals 2.270 milljörðum króna undir lok síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×