Innlent

Gengur tíu sinnum á Esjuna

Gunnlaugur ætlar að arka tíu sinnum upp á Esjuna til styrktar baráttunni gegn lömunarveiki.
Gunnlaugur ætlar að arka tíu sinnum upp á Esjuna til styrktar baráttunni gegn lömunarveiki. fréttablaðið/daníel
Gunnlaugur Júlíusson ætlar að fara tíu ferðir upp á topp Esjunnar og fagna þannig glæstum árangri Rótarýhreyfingarinnar í baráttunni gegn lömunarveiki í heiminum.

Áætlað er að gangan taki Gunnlaug fimmtán klukkustundir og er öllum velkomið að ganga með honum eins margar ferðir og þeir hafa getu til. Framtakið er liður í lokaátaki alþjóðlegu Rótarýhreyfingarinnar í baráttunni gegn lömunarveiki sem staðið hefur síðan 1985.

Við upphaf baráttunnar, sem er fyrsta verkefnið sinnar tegundar meðal einkaaðila í heiminum, lömuðust eða létust um eitt þúsund börn á dag af völdum lömunarveikinnar sem var landlæg í 125 löndum. Nú er hún aðeins landlæg í þremur löndum og hafa innan við fimmtíu tilfelli komið upp það sem af er ári.

Rótarýmenn ætla að bjóða upp á hressingu við Esjurætur og taka þar á móti frjálsum framlögum og áheitum á Gunnlaug og aðra göngugarpa.

Leggja má styrktarfé beint inn á söfnunarreikning Rótarý. Bankanúmerið er 0526-26-334 og kennitalan 610174-3969.- bþh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×