Gengur þvert á framfarir síðustu missera Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2014 15:45 Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur. visir/stefán Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur og hvetja þarlend stjórnvöld til að tryggja sjálfsögð réttindi þess en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Fram kemur í tilkynningunni að nauðsynlegt sé að tryggja stjórnarskrárvarin mannréttindi í þessu fjölmennasta lýðveldi veraldar, en í landinu býr sjötti hluti mannkyns.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:Þær sorglegu fréttir bárust frá Nýju Delhí í desember síðastliðnum að hæstiréttur Indlands hefði neitað að staðfesta að 377. grein indverskra hegningarlaga, sem bannar „ónáttúrulegar“ kynferðislegar athafnir, stríði gegn stjórnarskrá landsins. Hæstiréttur Indlands virðist staðfastur í ákvörðun sinni og rak hinsegin Indverjum annan löðrung þann 27. janúar með því að vísa beiðni um endurskoðun á dómnum frá, daginn eftir að Indverjar fögnuðu stjórnarskrárafmæli sínu.Eiga á hættu lögsóknir, kúgun og áreitiÍ gervi löggjafar um „ónáttúruleg“ mök heimilar 377. gr. yfirvöldum að skipta sér af kynhegðun fullorðinna einstaklinga. Þótt lögin nefni samkynhneigð ekki sérstaklega hefur endurvakning þeirra sérlega alvarlegar afleiðingar fyrir hinsegin fólk á Indlandi, enda varð dómurum og málflutningsmönnum tíðrætt um samkynhneigð á meðan á réttarhöldunum stóð.Þessi þjóðfélagshópur á nú á hættu lögsóknir, kúgun og áreiti af hálfu yfirvalda auk útbreiddari fordóma og illrar meðferðar. Mótbárur hæstaréttar um að lögin „banni ekki ákveðinn samfélagshóp, sjálfsvitund, eða hneigð“ heldur aðeins „tilteknar athafnir“ eru veikburða og ganga þvert á sögu og fordæmi.Gengur þvert á framfarir síðustu misseraDómurinn fjallar á niðrandi hátt um „svokölluð réttindi … örsmás hluta af íbúafjölda landsins“.Orðalag sem þetta er fyrir neðan virðingu verndara stjórnarskrár stærsta lýðveldis í heimi. Í stjórnarskrá Indlands stendur skýrum stöfum að hver og einn indverskur ríksborgari eigi sér réttindi. Réttindi þessi eru ekki „svokölluð“, heldur eru þau stjórnarskrárbundin réttindi og umfram allt mannréttindi. Fjöldi eða fæð þeirra sem nýtir sér þau gildir þar einuFramsækinn dómur yfirréttarins í Delhí frá árinu 2009, sem komst að þeirri niðurstöðu að 377. gr. bryti í bága við stjórnarskrá, hafði í heiðri hugsjónir stjórnarskrár Indlands og gildi fjölbreytts samfélags sem virðir frelsi einstaklinga, reisn þeirra og friðhelgi einkalífs. Gjörólíkt þessu virðir dómur hæstaréttar nú í desember réttlæti að vettugi og gengur þvert á framfarir í réttindum hinsegin fólks á Indlandi á síðustu misserum.Innleiðing á ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununarÁ Indlandi býr sjötti hluti mannkyns. Jafnvel samkvæmt íhaldssömum áætlunum búa þar tugir milljóna samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga. Sú vanvirðing að kalla þau „örsmáan hluta“ á sér ekki stoðir í raunveruleikanum. Með því að skilgreina gagnkvæmt samþykkta kynhegðun þeirra sem glæpsamlegt athæfi er innleidd ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununar.Samtökin ’78 fordæma þennan afturhaldssama dóm og lýsa yfir stuðningi sínum við þær milljónir Indverja sem berjast nú fyrir stjórnarskrárbundnum mannréttindum sínum. Samtökin skora ennfremur á ríkisstjórn og löggjafarþing Indlands að fella 377. grein hegningarlaganna umsvifalaust úr gildi. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur og hvetja þarlend stjórnvöld til að tryggja sjálfsögð réttindi þess en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Fram kemur í tilkynningunni að nauðsynlegt sé að tryggja stjórnarskrárvarin mannréttindi í þessu fjölmennasta lýðveldi veraldar, en í landinu býr sjötti hluti mannkyns.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:Þær sorglegu fréttir bárust frá Nýju Delhí í desember síðastliðnum að hæstiréttur Indlands hefði neitað að staðfesta að 377. grein indverskra hegningarlaga, sem bannar „ónáttúrulegar“ kynferðislegar athafnir, stríði gegn stjórnarskrá landsins. Hæstiréttur Indlands virðist staðfastur í ákvörðun sinni og rak hinsegin Indverjum annan löðrung þann 27. janúar með því að vísa beiðni um endurskoðun á dómnum frá, daginn eftir að Indverjar fögnuðu stjórnarskrárafmæli sínu.Eiga á hættu lögsóknir, kúgun og áreitiÍ gervi löggjafar um „ónáttúruleg“ mök heimilar 377. gr. yfirvöldum að skipta sér af kynhegðun fullorðinna einstaklinga. Þótt lögin nefni samkynhneigð ekki sérstaklega hefur endurvakning þeirra sérlega alvarlegar afleiðingar fyrir hinsegin fólk á Indlandi, enda varð dómurum og málflutningsmönnum tíðrætt um samkynhneigð á meðan á réttarhöldunum stóð.Þessi þjóðfélagshópur á nú á hættu lögsóknir, kúgun og áreiti af hálfu yfirvalda auk útbreiddari fordóma og illrar meðferðar. Mótbárur hæstaréttar um að lögin „banni ekki ákveðinn samfélagshóp, sjálfsvitund, eða hneigð“ heldur aðeins „tilteknar athafnir“ eru veikburða og ganga þvert á sögu og fordæmi.Gengur þvert á framfarir síðustu misseraDómurinn fjallar á niðrandi hátt um „svokölluð réttindi … örsmás hluta af íbúafjölda landsins“.Orðalag sem þetta er fyrir neðan virðingu verndara stjórnarskrár stærsta lýðveldis í heimi. Í stjórnarskrá Indlands stendur skýrum stöfum að hver og einn indverskur ríksborgari eigi sér réttindi. Réttindi þessi eru ekki „svokölluð“, heldur eru þau stjórnarskrárbundin réttindi og umfram allt mannréttindi. Fjöldi eða fæð þeirra sem nýtir sér þau gildir þar einuFramsækinn dómur yfirréttarins í Delhí frá árinu 2009, sem komst að þeirri niðurstöðu að 377. gr. bryti í bága við stjórnarskrá, hafði í heiðri hugsjónir stjórnarskrár Indlands og gildi fjölbreytts samfélags sem virðir frelsi einstaklinga, reisn þeirra og friðhelgi einkalífs. Gjörólíkt þessu virðir dómur hæstaréttar nú í desember réttlæti að vettugi og gengur þvert á framfarir í réttindum hinsegin fólks á Indlandi á síðustu misserum.Innleiðing á ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununarÁ Indlandi býr sjötti hluti mannkyns. Jafnvel samkvæmt íhaldssömum áætlunum búa þar tugir milljóna samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga. Sú vanvirðing að kalla þau „örsmáan hluta“ á sér ekki stoðir í raunveruleikanum. Með því að skilgreina gagnkvæmt samþykkta kynhegðun þeirra sem glæpsamlegt athæfi er innleidd ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununar.Samtökin ’78 fordæma þennan afturhaldssama dóm og lýsa yfir stuðningi sínum við þær milljónir Indverja sem berjast nú fyrir stjórnarskrárbundnum mannréttindum sínum. Samtökin skora ennfremur á ríkisstjórn og löggjafarþing Indlands að fella 377. grein hegningarlaganna umsvifalaust úr gildi.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira