Erlent

Geimfar Virgin sprakk í loft upp

Samúel Karl Ólason skrifar
Richard Branson, eigandi Virgin.
Richard Branson, eigandi Virgin. Vísir/AFP
Geimfar Virgin Galactic sprakk í loft upp í tilraunaflugi yfir Mojave eyðimörkinni í Bandaríkjunum í dag. Einn flugmaður lést og annar er alvarlega slasaður. Ljósmyndari sem varð vitni að slysinu segir sprenginguna hafa orðið skömmu eftir að kveikt var á hreyfli vélarinnar.

Geimfarið SpaceShipTwo átti að nota til farþegaflutninga í geiminn. Sex sæti voru í farinu og kostaði farmiðinn 250 þúsund dali, eða um 30 milljónir króna.

 Í tilrauninni í dag bar stór þota farið hátt til himins og sleppti því. Eftir að kveikt var á hreyflum SpaceShipTwo varð sprenging í vélinni. Samkvæmt AP fréttaveitunni var flugið í dag það 55 sem farið fór í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×