Gefum unga fólkinu líka smá séns Björt Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Ég man ekki eftir því áður fyrr, svona í hinni almennri umræðu, að fólki fyndist það þurfa að takmarka barneignir sínar vegna þess að það hefði ekki efni á því að fæða og klæða meira en eitt til tvö börn. Ef til vill litast upplifun mín af því að ég sjálf og flestir þeir sem eru mér nákomnir eru sem stendur á kafi í barnastússi. En staðreyndin er sú að ungt barnafólk finnur virkilega fyrir því á veski sínu hversu dýrt það er að ala upp börn á Íslandi í dag. Það er dýrt að koma undir sig fótunum. Vera eignalaus, vera á leigumarkaði, eða að skuldsetja sig til þess að koma sér upp húsnæði. Það er dýrt að mennta sig (allt á verðtryggðum lánum sem engin skuldaniðurfelling nær til) til þess að leitast við að búa í haginn fyrir sig og fjölskyldu sína. Og síðast en ekki síst er það tímafrekt og dýrt að vinna sig upp í stöður sem gefa ágætlega af sér. Eða þá að stofna fyrirtæki sem hægt og bítandi getur vegnað vel. Á meðan öllu þessu stendur í lífi ungs fólks er það sem betur fer fyrir íslenskt hagkerfi að koma sér upp fjölskyldu, hlaða niður börnum. Og svo ég komi loks að gamla fólkinu þá er það þetta unga barnafólk og svo börnin þeirra seinna meir sem halda uppi hagvexti og lífeyriskerfinu fyrir þá sem eldri eru. Þannig reiða hinir eldri sig líka á að þau ungu þverri ekki krafturinn. Að það kikni ekki undan álaginu og flytji jafnvel erlendis heldur njóti árangur erfiðis síns og geti um leið veitt börnum sínum reglulega einhver gæði. Svona eins og eina sundferð, sem getur kostað hátt í 5.000 kall ef farið er með alla fjölskylduna. Það er skammarlegt hvernig við sem samfélag hlúum að þeim eldri borgurum sem hafa það verst. Því þarf að breyta. Staðreyndin er samt sú að meira en helmingur eldri borgara á húsnæði sitt skuldlaust. Langfæstir eru þeir að borga af námslánum, borga leikskólagjöld eða halda uppi fjölmennri fjölskyldu. Ég velti því fyrir mér hvort bókasafnskortin og sundferðirnar þurfi að vera á afslætti hjá því fólki? Við megum að sjálfsögðu ekki letja gamalt fólk, það er gott upp á heilsu og gæði lífs að halda fólki virku með réttum hvötum. En hvernig væri að gefa unga fólkinu líka séns? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Ég man ekki eftir því áður fyrr, svona í hinni almennri umræðu, að fólki fyndist það þurfa að takmarka barneignir sínar vegna þess að það hefði ekki efni á því að fæða og klæða meira en eitt til tvö börn. Ef til vill litast upplifun mín af því að ég sjálf og flestir þeir sem eru mér nákomnir eru sem stendur á kafi í barnastússi. En staðreyndin er sú að ungt barnafólk finnur virkilega fyrir því á veski sínu hversu dýrt það er að ala upp börn á Íslandi í dag. Það er dýrt að koma undir sig fótunum. Vera eignalaus, vera á leigumarkaði, eða að skuldsetja sig til þess að koma sér upp húsnæði. Það er dýrt að mennta sig (allt á verðtryggðum lánum sem engin skuldaniðurfelling nær til) til þess að leitast við að búa í haginn fyrir sig og fjölskyldu sína. Og síðast en ekki síst er það tímafrekt og dýrt að vinna sig upp í stöður sem gefa ágætlega af sér. Eða þá að stofna fyrirtæki sem hægt og bítandi getur vegnað vel. Á meðan öllu þessu stendur í lífi ungs fólks er það sem betur fer fyrir íslenskt hagkerfi að koma sér upp fjölskyldu, hlaða niður börnum. Og svo ég komi loks að gamla fólkinu þá er það þetta unga barnafólk og svo börnin þeirra seinna meir sem halda uppi hagvexti og lífeyriskerfinu fyrir þá sem eldri eru. Þannig reiða hinir eldri sig líka á að þau ungu þverri ekki krafturinn. Að það kikni ekki undan álaginu og flytji jafnvel erlendis heldur njóti árangur erfiðis síns og geti um leið veitt börnum sínum reglulega einhver gæði. Svona eins og eina sundferð, sem getur kostað hátt í 5.000 kall ef farið er með alla fjölskylduna. Það er skammarlegt hvernig við sem samfélag hlúum að þeim eldri borgurum sem hafa það verst. Því þarf að breyta. Staðreyndin er samt sú að meira en helmingur eldri borgara á húsnæði sitt skuldlaust. Langfæstir eru þeir að borga af námslánum, borga leikskólagjöld eða halda uppi fjölmennri fjölskyldu. Ég velti því fyrir mér hvort bókasafnskortin og sundferðirnar þurfi að vera á afslætti hjá því fólki? Við megum að sjálfsögðu ekki letja gamalt fólk, það er gott upp á heilsu og gæði lífs að halda fólki virku með réttum hvötum. En hvernig væri að gefa unga fólkinu líka séns?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun