Innlent

Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári Stefánsson og Kristján Þór Júlíusson takast í hendur.
Kári Stefánsson og Kristján Þór Júlíusson takast í hendur. Vísir/Vilhelm
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. Tækið er metið á um 800 milljónir króna en um er að ræða algjört lykiltæki við umönnun krabbameinssjúkra.

Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu kemur að um 200 íslenskir sjúklingar verði sendir til Kaupmannahafnar í slíkan skanna í ár. Þá sé líklegt að skanninn yrði enn meira notaður væri hann að finna hér á landi, eins og nú er orðin raunin.

„Jáeindaskannar eru einnig mikilvægir við greiningu á Alzheimers sjúkdóminum og má reikna með að nokkrir tugir íslenskra sjúklinga yrðu sendir í slíkan skanna á ári hverju ef hann væri til staðar í landinu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að skanninn sé mjög mikilvægt tæki til vísindarannsókna á sjúkdómum í hinum ýmsu líffærum.


Tengdar fréttir

Þurfa að senda sjúklingana til Kaupmannahafnar

Landspítalinn þarf að senda hátt í hundrað sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar í eftirfylgni vegna krabbameinsmeðferðar því ekki er til svokallaður PET-skanni á spítalanum. Þörf er á endurnýjun á stórum hluta tækjakosts spítalans.

Sjúkrahótel framyfir betri lækningar

Kolröng forgangsröðun hjá Landspítalanum veldur því að mikilvæg rannsóknartæki verða ekki keypt til landsins, segir Stefán Matthíasson, læknir og formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×