Innlent

Gauraflokkur og Stelpur í stuði njóta sívaxandi vinsælda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hressir drengir í Vatnaskógi.
Hressir drengir í Vatnaskógi. aðsend mynd.
Starfið í Vatnaskógi hefst þetta árið eins og venjulega á því að Gauraflokkur verður starfræktur þar fyrstu vikuna í júní. Gauraflokkur er sérhópur í sumarbúðunum sem er haldinn fyrir stráka með ADHD eða skyldar raskanir. Þetta er í sjötta skiptið sem tekið er á móti drengjum í Gauraflokki.

Þá mun jafnframt verða haldinn hópur í þriðja skipti fyrir stelpur i stuði. Það er hópur, sem er sambærilegur Gauraflokknum, að öðru leyti en því að hann er ætlaður stelpum og er haldinn í Kaldárseli. Gauraflokkur og Stelpur i stuði njóta sívaxandi vinsælda en Gauraflokkurinn hefur meðal annars hlotið Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins.

Skráning er hafin í hópana en það má kynna sér Gauraflokkinn betur með því að smella hér og Stelpur í stuði með því að smella hér.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×