Enski boltinn

Gary Neville vill að Moyes fá meiri tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes.
David Moyes. Vísir/Gettty
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnuspekingur hjá Sky-sjónvarpsstöðinni, vill ekki að félagið reki knattspyrnustjórann David Moyes en enskir miðlar voru sammála um það í dag að United ætli að reka Moyes á næstu 24 tímum.

Neville tjáði sig um stjóramál Manchester United í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í kvöld. Moyes tók við meistaraliði United af Sir Alex Ferguson í sumar en gengið hefur verið afar dapurt.

„Ég trúi því staðfastlega að ef þú gefur manni sex ára samning þá á hann skilið tíma og tækifæri til að búa til sitt lið," sagði Gary Neville en hann er á því að United ekki að fylgja straumnum í fótboltaheiminum þar sem knattspyrnustjórum er fórnað þegar illa gengur.

„Það er algjör geðveiki í gangi í fótboltaheiminum í dag þar sem meðalknattspyrnustjórinn er rekinn á tólf mánaða fresti," sagði Neville.

Manchester United vili hvorki neita eða staðfesta fréttir af hugsanlegum brottrekstri Moyes en allt bendir til þess að hann þurfi að taka pokann sinn á morgun.


Tengdar fréttir

Moyes á von á erfiðum leik

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, verður í sviðsljósinu um helgina þegar lærisveinar hans mæta Everton á Goodison Park. Leikurinn verður fyrsti leikur Moyes á Goodison sem stjóri Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×