Ganga landshorna á milli í annað skipti 11. júní 2012 05:00 Þær Anna Lára, Emilía, Guðrún, Kristín Jóna og Margrét ætla að ganga saman yfir landið þvert með allan farangur á bakinu. fréttablaðið/stefán Sex vaskar konur undirbúa nú göngu þvert yfir landið í annað sinn. Lagt verður af stað frá Hornvík á Vestfjörðum á miðvikudag og endað í Hornsvík á suðausturhorni landsins um miðjan júlí. Áætlað er að gengnir verði um það bil 650 kílómetrar. ?Við erum sex konur á besta aldri í gönguhóp og búnar að ganga saman í átta ár,? segir Kristín Jóna Hilmarsdóttir göngugarpur. ?Fyrir fjórum árum fórum við fjórar úr hópnum til Afríku og gengum á Kilimanjaro. Okkur fannst það svo mögnuð upplifun að við ákváðum að fara í stóra göngu annað hvert ár.? Fyrir tveimur árum gengu þær alla leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Þær munu því mynda kross yfir landið að göngunni lokinni. Kristín Jóna segir ferðina vel undirbúna. ?Þegar við fórum að skipuleggja næstu göngu komumst við að því að þessi leið sem við förum nú hefur aldrei verið farin, að okkur vitandi. Við höfum alla gönguleiðina merkta í GPS-tæki og vitum nákvæmlega hvar við gistum og hvað við göngum á hverjum degi.? Þær hafa fengið góða styrki til ferðarinnar. 66° norður styrkir þær um fatakaup og bílaleigan Geysir útvegaði þeim stórt tjald sem þær geta allar gist í. Allar eru þær í góðu líkamlegu formi og hafa gengið nánast allt sem hægt er að ganga. ?Við erum með tjald sem við gistum í yfirleitt en það eru skálar á leiðinni sem við fáum að gista í. Það taka okkur allir þvílíkt vel og við erum alls staðar velkomnar.? ?Andlega hliðin er stór þáttur,? segir Kristín Jóna. ?Maður er með sömu manneskjurnar með sér öllum stundum. En við tökum þetta á léttleikanum og erum bara nógu kærulausar.? ?Við eigum allar tvö til þrjú börn og sumar barnabörn og að ferðin hefði aldrei orðið að möguleika stæðu eiginmenn þeirra ekki við bakið á þeim. ?Þeir koma náttúrulega og hitta okkur og hafa allir verkefni. Þeir þurfa að koma upp á hálendi með vistir og grillkjöt, vonandi. Maður verður að hafa fullt af gulrótum í svona ferð.? Spurð hvort búið sé að skipuleggja næstu ferð segir hún svo ekki vera. ?Nei, næsta ferð verður örugglega ákveðin í þessari ferð,? segir Kristín Jóna að lokum. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Sex vaskar konur undirbúa nú göngu þvert yfir landið í annað sinn. Lagt verður af stað frá Hornvík á Vestfjörðum á miðvikudag og endað í Hornsvík á suðausturhorni landsins um miðjan júlí. Áætlað er að gengnir verði um það bil 650 kílómetrar. ?Við erum sex konur á besta aldri í gönguhóp og búnar að ganga saman í átta ár,? segir Kristín Jóna Hilmarsdóttir göngugarpur. ?Fyrir fjórum árum fórum við fjórar úr hópnum til Afríku og gengum á Kilimanjaro. Okkur fannst það svo mögnuð upplifun að við ákváðum að fara í stóra göngu annað hvert ár.? Fyrir tveimur árum gengu þær alla leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Þær munu því mynda kross yfir landið að göngunni lokinni. Kristín Jóna segir ferðina vel undirbúna. ?Þegar við fórum að skipuleggja næstu göngu komumst við að því að þessi leið sem við förum nú hefur aldrei verið farin, að okkur vitandi. Við höfum alla gönguleiðina merkta í GPS-tæki og vitum nákvæmlega hvar við gistum og hvað við göngum á hverjum degi.? Þær hafa fengið góða styrki til ferðarinnar. 66° norður styrkir þær um fatakaup og bílaleigan Geysir útvegaði þeim stórt tjald sem þær geta allar gist í. Allar eru þær í góðu líkamlegu formi og hafa gengið nánast allt sem hægt er að ganga. ?Við erum með tjald sem við gistum í yfirleitt en það eru skálar á leiðinni sem við fáum að gista í. Það taka okkur allir þvílíkt vel og við erum alls staðar velkomnar.? ?Andlega hliðin er stór þáttur,? segir Kristín Jóna. ?Maður er með sömu manneskjurnar með sér öllum stundum. En við tökum þetta á léttleikanum og erum bara nógu kærulausar.? ?Við eigum allar tvö til þrjú börn og sumar barnabörn og að ferðin hefði aldrei orðið að möguleika stæðu eiginmenn þeirra ekki við bakið á þeim. ?Þeir koma náttúrulega og hitta okkur og hafa allir verkefni. Þeir þurfa að koma upp á hálendi með vistir og grillkjöt, vonandi. Maður verður að hafa fullt af gulrótum í svona ferð.? Spurð hvort búið sé að skipuleggja næstu ferð segir hún svo ekki vera. ?Nei, næsta ferð verður örugglega ákveðin í þessari ferð,? segir Kristín Jóna að lokum. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira