Gagnrýnir orð fjármálaráðherra um hagsýnar húsmæður: „Finnst ykkur þetta í lagi?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 14:54 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um samstarfskonur sínar. Vísir/Ernir/Eyþór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í umræðum um verklag við opinber fjármál sem átti sér stað á Alþingi í gær. Þar ávarpaði Benedikt þingkonur sem tóku þátt í umræðunum sem hagsýnar húsmæður. Í umræðunum, sem voru haldnar að frumkvæði Bjarkeyjar, velti hún því fyrir sér hvort framsetning á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar væri til þess falin að skapa faglega umræðu um málið á þinginu. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann teldi æskilegt að stefnan yrði sett upp bæði út frá gagnsæi og út frá því að auðvelda ólíkum hópum að meta stefnuna. Hún sagði að frá því hún hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2004 hefði það verið viðloðandi að þingsalurinn tæmdist þegar umræðan snerist um fjárlög eða fjármál. „Ég held að við getum sett þær fram án þess að það sé villandi með því að taka fram með hvaða hætti við ákveðum að gera þær samanburðarhæfar milli ára,” sagði hún. Benedikt tók undir þessi orð Bjarkeyjar og sagði þá að áhugavert væri að sjá fjölda kvenna sýna verklagi við opinber fjármál áhuga. Sex konur og þrír karlar tóku þátt í umræðunum. „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum, það erum við háttvirtur þingmaður Njáll Trausti Friðbertsson og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni. Það er þannig að það skiptir afar miklu máli að tala um þetta,“ sagði Benedikt í umræðunum í gær.Óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun Í ræðu sinni í dag undir liðnum störf þingsins beindi Bjarkey orðum sínum að þingkonum meirihlutans. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta er í nafni og anda ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti og meira að segja hefur á að skipa jafnréttisráðherra sem tók sér sérstaklega þann titil af því að það átti að skipa svo stóran sess. Mér finnst óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun og tali til hóps þingkvenna með þessum hætti,“ sagði Bjarkey. „Ég spyr ykkur kæru þingkonur meirihlutans, finnst ykkur þetta í lagi? Ég vænti þess að þið ræðið þetta í ykkar hópi og veltið þessu fyrir ykkur. Haldið þið það að þessi umræða hefði átt sér stað og þessi orð eða sambærileg hefðu fallið ef að hér hefðu verið karlar í meirihluta að taka þátt í umræðunni eða hlustað. Haldið þið það? Ekki ég. Ég held ekki. Orðanotkun skiptir máli. Samhengi og vettvangur skipta líka máli. Það getur ekki verið í lagi og mér finnst ekki viðeigandi að ráðherra í ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti tali svona.“ Alþingi Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í umræðum um verklag við opinber fjármál sem átti sér stað á Alþingi í gær. Þar ávarpaði Benedikt þingkonur sem tóku þátt í umræðunum sem hagsýnar húsmæður. Í umræðunum, sem voru haldnar að frumkvæði Bjarkeyjar, velti hún því fyrir sér hvort framsetning á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar væri til þess falin að skapa faglega umræðu um málið á þinginu. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann teldi æskilegt að stefnan yrði sett upp bæði út frá gagnsæi og út frá því að auðvelda ólíkum hópum að meta stefnuna. Hún sagði að frá því hún hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2004 hefði það verið viðloðandi að þingsalurinn tæmdist þegar umræðan snerist um fjárlög eða fjármál. „Ég held að við getum sett þær fram án þess að það sé villandi með því að taka fram með hvaða hætti við ákveðum að gera þær samanburðarhæfar milli ára,” sagði hún. Benedikt tók undir þessi orð Bjarkeyjar og sagði þá að áhugavert væri að sjá fjölda kvenna sýna verklagi við opinber fjármál áhuga. Sex konur og þrír karlar tóku þátt í umræðunum. „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum, það erum við háttvirtur þingmaður Njáll Trausti Friðbertsson og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni. Það er þannig að það skiptir afar miklu máli að tala um þetta,“ sagði Benedikt í umræðunum í gær.Óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun Í ræðu sinni í dag undir liðnum störf þingsins beindi Bjarkey orðum sínum að þingkonum meirihlutans. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta er í nafni og anda ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti og meira að segja hefur á að skipa jafnréttisráðherra sem tók sér sérstaklega þann titil af því að það átti að skipa svo stóran sess. Mér finnst óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun og tali til hóps þingkvenna með þessum hætti,“ sagði Bjarkey. „Ég spyr ykkur kæru þingkonur meirihlutans, finnst ykkur þetta í lagi? Ég vænti þess að þið ræðið þetta í ykkar hópi og veltið þessu fyrir ykkur. Haldið þið það að þessi umræða hefði átt sér stað og þessi orð eða sambærileg hefðu fallið ef að hér hefðu verið karlar í meirihluta að taka þátt í umræðunni eða hlustað. Haldið þið það? Ekki ég. Ég held ekki. Orðanotkun skiptir máli. Samhengi og vettvangur skipta líka máli. Það getur ekki verið í lagi og mér finnst ekki viðeigandi að ráðherra í ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti tali svona.“
Alþingi Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira