Gætu flutt fólk yfir Múlakvísl á trukkum Hafsteinn Hauksson skrifar 10. júlí 2011 18:51 Verið er að skoða möguleika á að selflytja fólk yfir Múlakvísl með trukkum meðan verið er að reisa bráðabirgðabrú. Vegamálastjóri vísar því á bug að mistök hafi verið gerð við smíði brúarinnar, þó íbúar hafi talið hana of lága. Verið er að vinna að smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl, en nú stendur yfir flutningur á tækjum og byggingarefni að svæðinu. Hafist verður handa við eiginlega brúarsmíði strax í fyrramálið, en talið er að hún taki 2-3 vikur. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, fullyrðir að ekki sé hægt smíða brúna hraðar, og unnið verði allan sólarhringinn þegar vinnuteymi komist af stað. Þangað til er ófært yfir kvíslina, nema menn séu jafnvel búnir og ferðamaður sem keyrði yfir í dag. „Það er að vísu verið að skoða aðra möguleika akkúrat núna," segir Hreinn. „Hvort við getum eitthvað létt undir með því að selflytja fólk, og jafnvel einhverja bíla yfir fljótið á sérútbúnum trukkum. Það hefur sjatnað það mikið að hægt var að fara yfir á jarðýtu í dag, og við þekkjum orðið aðstæður. Ef það kemur til greina á annað borð þá verður farið í það strax á næstu dögum. Það er verið að kanna þetta í dag og verður ljóst í síðasta lagi á morgun, hvort þetta myndi hjálpa til og sé raunhæft." Brúin virðist hreinlega hafa flotið af undirstöðunum í hlaupi í Múlakvísl í gær. Atvinnurekandi í Vík sagði í kvöldfréttum í gær að það hafi verið umtalað í sveitinni að brúin hafi verið of lágreist, en svipað flóð kom á sömu slóðum árið 1955. Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, hefur sömu sögu að segja. „Sumarvatn fór ansi oft hátt undir gólfið á brúnni, svo ég held að margir hafi gert sér grein fyrir því að flóð, til dæmis ámóta og kom 1955, myndi taka þessa brú," segir Elín. Það hafi meðal annars verið umtalað í sveitinni þegar brúin var byggð, en hún telur að hefði brúin verið byggð eins og mannvirkin á Skeiðarársandi hefði hún staðið hlaupið af sér, þó hún fullyrði ekki að mistök hafi verið gerð við brúarsmíðina. Vegamálastjóri útilokar að mistök hafi verið gerð , en segir hins vegar að ný brú til frambúðar verði höfð einhverjum metrum hærra yfir landinu en sú sem fór vegna aurs sem safnast hefur fyrir undir brúnni. „Ég held að hún hafi verið hönnuð rétt á sínum tíma," segir Hreinn. „Aðstæður hafa hins vegar breyst mikið frá því hún var byggð fyrir 20 árum. Mikill aur hefur safnast undir brúnni, og tiltölulega stutt orðið upp í brúargólfið. Því miður hefur það sennilega verið orsakavaldur að því að hún þoldi ekki flóðið." Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Verið er að skoða möguleika á að selflytja fólk yfir Múlakvísl með trukkum meðan verið er að reisa bráðabirgðabrú. Vegamálastjóri vísar því á bug að mistök hafi verið gerð við smíði brúarinnar, þó íbúar hafi talið hana of lága. Verið er að vinna að smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl, en nú stendur yfir flutningur á tækjum og byggingarefni að svæðinu. Hafist verður handa við eiginlega brúarsmíði strax í fyrramálið, en talið er að hún taki 2-3 vikur. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, fullyrðir að ekki sé hægt smíða brúna hraðar, og unnið verði allan sólarhringinn þegar vinnuteymi komist af stað. Þangað til er ófært yfir kvíslina, nema menn séu jafnvel búnir og ferðamaður sem keyrði yfir í dag. „Það er að vísu verið að skoða aðra möguleika akkúrat núna," segir Hreinn. „Hvort við getum eitthvað létt undir með því að selflytja fólk, og jafnvel einhverja bíla yfir fljótið á sérútbúnum trukkum. Það hefur sjatnað það mikið að hægt var að fara yfir á jarðýtu í dag, og við þekkjum orðið aðstæður. Ef það kemur til greina á annað borð þá verður farið í það strax á næstu dögum. Það er verið að kanna þetta í dag og verður ljóst í síðasta lagi á morgun, hvort þetta myndi hjálpa til og sé raunhæft." Brúin virðist hreinlega hafa flotið af undirstöðunum í hlaupi í Múlakvísl í gær. Atvinnurekandi í Vík sagði í kvöldfréttum í gær að það hafi verið umtalað í sveitinni að brúin hafi verið of lágreist, en svipað flóð kom á sömu slóðum árið 1955. Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, hefur sömu sögu að segja. „Sumarvatn fór ansi oft hátt undir gólfið á brúnni, svo ég held að margir hafi gert sér grein fyrir því að flóð, til dæmis ámóta og kom 1955, myndi taka þessa brú," segir Elín. Það hafi meðal annars verið umtalað í sveitinni þegar brúin var byggð, en hún telur að hefði brúin verið byggð eins og mannvirkin á Skeiðarársandi hefði hún staðið hlaupið af sér, þó hún fullyrði ekki að mistök hafi verið gerð við brúarsmíðina. Vegamálastjóri útilokar að mistök hafi verið gerð , en segir hins vegar að ný brú til frambúðar verði höfð einhverjum metrum hærra yfir landinu en sú sem fór vegna aurs sem safnast hefur fyrir undir brúnni. „Ég held að hún hafi verið hönnuð rétt á sínum tíma," segir Hreinn. „Aðstæður hafa hins vegar breyst mikið frá því hún var byggð fyrir 20 árum. Mikill aur hefur safnast undir brúnni, og tiltölulega stutt orðið upp í brúargólfið. Því miður hefur það sennilega verið orsakavaldur að því að hún þoldi ekki flóðið."
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira