Gætu flutt fólk yfir Múlakvísl á trukkum Hafsteinn Hauksson skrifar 10. júlí 2011 18:51 Verið er að skoða möguleika á að selflytja fólk yfir Múlakvísl með trukkum meðan verið er að reisa bráðabirgðabrú. Vegamálastjóri vísar því á bug að mistök hafi verið gerð við smíði brúarinnar, þó íbúar hafi talið hana of lága. Verið er að vinna að smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl, en nú stendur yfir flutningur á tækjum og byggingarefni að svæðinu. Hafist verður handa við eiginlega brúarsmíði strax í fyrramálið, en talið er að hún taki 2-3 vikur. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, fullyrðir að ekki sé hægt smíða brúna hraðar, og unnið verði allan sólarhringinn þegar vinnuteymi komist af stað. Þangað til er ófært yfir kvíslina, nema menn séu jafnvel búnir og ferðamaður sem keyrði yfir í dag. „Það er að vísu verið að skoða aðra möguleika akkúrat núna," segir Hreinn. „Hvort við getum eitthvað létt undir með því að selflytja fólk, og jafnvel einhverja bíla yfir fljótið á sérútbúnum trukkum. Það hefur sjatnað það mikið að hægt var að fara yfir á jarðýtu í dag, og við þekkjum orðið aðstæður. Ef það kemur til greina á annað borð þá verður farið í það strax á næstu dögum. Það er verið að kanna þetta í dag og verður ljóst í síðasta lagi á morgun, hvort þetta myndi hjálpa til og sé raunhæft." Brúin virðist hreinlega hafa flotið af undirstöðunum í hlaupi í Múlakvísl í gær. Atvinnurekandi í Vík sagði í kvöldfréttum í gær að það hafi verið umtalað í sveitinni að brúin hafi verið of lágreist, en svipað flóð kom á sömu slóðum árið 1955. Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, hefur sömu sögu að segja. „Sumarvatn fór ansi oft hátt undir gólfið á brúnni, svo ég held að margir hafi gert sér grein fyrir því að flóð, til dæmis ámóta og kom 1955, myndi taka þessa brú," segir Elín. Það hafi meðal annars verið umtalað í sveitinni þegar brúin var byggð, en hún telur að hefði brúin verið byggð eins og mannvirkin á Skeiðarársandi hefði hún staðið hlaupið af sér, þó hún fullyrði ekki að mistök hafi verið gerð við brúarsmíðina. Vegamálastjóri útilokar að mistök hafi verið gerð , en segir hins vegar að ný brú til frambúðar verði höfð einhverjum metrum hærra yfir landinu en sú sem fór vegna aurs sem safnast hefur fyrir undir brúnni. „Ég held að hún hafi verið hönnuð rétt á sínum tíma," segir Hreinn. „Aðstæður hafa hins vegar breyst mikið frá því hún var byggð fyrir 20 árum. Mikill aur hefur safnast undir brúnni, og tiltölulega stutt orðið upp í brúargólfið. Því miður hefur það sennilega verið orsakavaldur að því að hún þoldi ekki flóðið." Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Verið er að skoða möguleika á að selflytja fólk yfir Múlakvísl með trukkum meðan verið er að reisa bráðabirgðabrú. Vegamálastjóri vísar því á bug að mistök hafi verið gerð við smíði brúarinnar, þó íbúar hafi talið hana of lága. Verið er að vinna að smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl, en nú stendur yfir flutningur á tækjum og byggingarefni að svæðinu. Hafist verður handa við eiginlega brúarsmíði strax í fyrramálið, en talið er að hún taki 2-3 vikur. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, fullyrðir að ekki sé hægt smíða brúna hraðar, og unnið verði allan sólarhringinn þegar vinnuteymi komist af stað. Þangað til er ófært yfir kvíslina, nema menn séu jafnvel búnir og ferðamaður sem keyrði yfir í dag. „Það er að vísu verið að skoða aðra möguleika akkúrat núna," segir Hreinn. „Hvort við getum eitthvað létt undir með því að selflytja fólk, og jafnvel einhverja bíla yfir fljótið á sérútbúnum trukkum. Það hefur sjatnað það mikið að hægt var að fara yfir á jarðýtu í dag, og við þekkjum orðið aðstæður. Ef það kemur til greina á annað borð þá verður farið í það strax á næstu dögum. Það er verið að kanna þetta í dag og verður ljóst í síðasta lagi á morgun, hvort þetta myndi hjálpa til og sé raunhæft." Brúin virðist hreinlega hafa flotið af undirstöðunum í hlaupi í Múlakvísl í gær. Atvinnurekandi í Vík sagði í kvöldfréttum í gær að það hafi verið umtalað í sveitinni að brúin hafi verið of lágreist, en svipað flóð kom á sömu slóðum árið 1955. Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, hefur sömu sögu að segja. „Sumarvatn fór ansi oft hátt undir gólfið á brúnni, svo ég held að margir hafi gert sér grein fyrir því að flóð, til dæmis ámóta og kom 1955, myndi taka þessa brú," segir Elín. Það hafi meðal annars verið umtalað í sveitinni þegar brúin var byggð, en hún telur að hefði brúin verið byggð eins og mannvirkin á Skeiðarársandi hefði hún staðið hlaupið af sér, þó hún fullyrði ekki að mistök hafi verið gerð við brúarsmíðina. Vegamálastjóri útilokar að mistök hafi verið gerð , en segir hins vegar að ný brú til frambúðar verði höfð einhverjum metrum hærra yfir landinu en sú sem fór vegna aurs sem safnast hefur fyrir undir brúnni. „Ég held að hún hafi verið hönnuð rétt á sínum tíma," segir Hreinn. „Aðstæður hafa hins vegar breyst mikið frá því hún var byggð fyrir 20 árum. Mikill aur hefur safnast undir brúnni, og tiltölulega stutt orðið upp í brúargólfið. Því miður hefur það sennilega verið orsakavaldur að því að hún þoldi ekki flóðið."
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira