Innlent

Gæsluvarðhald yfir Black Pistons staðfest í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tveir meðlimir vélhjólasamtakanna Black Pistons verði í gæsluvarðhaldi til 27. maí á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa haldið þriðja manninum nauðugum í yfir hálfan sólarhring og barið hann illilega. Sá var nefbrotinn og með áverka víðs vegar um líkamann.

Talið er að um uppgjör innan vélhjólaklúbbsins hafi verið að ræða, en annar hinna handteknu er forsprakki Black Pistons á Ísland.

Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir mönnunum og féll úrskurður Héraðsdóms þann 20. maí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×