Körfubolti

Gæsahúð í þriðja veldi: Íslenskir stuðningsmenn sungu „Ég er kominn heim“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Stuðningsmenn íslenska körfuboltalandsliðsins hafa farið á kostum úti í Berlín og enginn breyting varð þar á í kvöld þegar allur salurinn tók að syngja „Ég er kominn heim“ með Óðni Valdimarssyni til heiðurs strákunum.

Sönginn má sjá í myndbandinu hér að ofan sem Kolbeinn Tumi Daðason, ritstjóri Vísis, náði af þessu magnaða augnabliki.

En íslenska landsliðið í körfuknattleik lék sinn síðasta leik á Evrópumótinu í körfubolta nú í kvöld. Íslendingar fjölmenntu á mótið sem haldið var í Berlín í Þýskalandi og voru stoltir af sínum mönnum.

Liðið tapaði öllum sínum leikjum þrátt fyrir góða frammistöðu enda var riðillinn einn sá erfiðasti sem sögur fara af. Liðið var þó nálægt sínum fyrsta sigri í kvöld á móti Tyrklandi. Tyrkir þurftu framlengingu til að vinna íslenska liðið eftir að Logi Gunnarsson jafnaði metin 1,2 sekúndum fyrir leikslok með mögnuðum þristi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×