Erlent

G7-leiðtogar vara við Brexit

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Angela Merkel, Barack Obama, Shinzō Abe og Francois Hollande, leiðtogar Þýskalands, Bandaríkjanna, Japan og Frakklands.
Angela Merkel, Barack Obama, Shinzō Abe og Francois Hollande, leiðtogar Þýskalands, Bandaríkjanna, Japan og Frakklands. Vísir/EPA
Leiðtogar G7 ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, segja að ákveði Bretar að yfirgefa Evrópusambandið yrði það alvarleg ógn við hagvöxt í heiminum öllum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem leiðtogarnir sendu frá sér í gærkvöldi en þeir funda nú í Japan.

Í yfirlýsingunni segir að aukinn vöxtur um allan heim sé forgangsatriði þegar kemur að því að tryggja öryggi og efnahag þjóða heimsins.

David Cameron forsætisráðherra Breta berst nú fyrir því að Bretar haldi sig innan sambandsins og gefa nýjustu kannanir til kynna að þeir sem það vilji séu í örlitlum meirihluta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×