Fleiri fréttir

Íslenski þverhausinn

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Ég er mjög ánægður með það að vera Íslendingur. Ég er bara þokkalega sáttur við að tilheyra þessum flokki eyjarskeggja sem göslast hér um í gnauðandi vindi, kýlir á alls konar óyfirstíganleg verkefni, segir hvert öðru kaldlynda brandara og kann þá list að tala á innsoginu sem fáar aðrar þjóðir kunna.

Tveimur of mikið

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Fangi á Kvíabryggju féll fyrir eigin hendi í vikunni. Þetta er í annað skipti á innan við ári, sem slíkt gerist í fangelsum landsins. Þetta er tveimur of mikið.

Lesfimi

Magnús Guðmundsson skrifar

Þrátt fyrir að Ingó Veðurguð hafi sungið lag í tilefni af þjóðarátaki í læsi árið 2015 hefur ástandið ekkert skánað. Þvert á móti virðist lestrarkunnáttunni hraka og samt fylgdi laginu myndband sem krakkarnir gátu horft á í tölvunni og fundið hjá sér hvatningu til þess að byrja að lesa.

Svona verður þetta

Pawel Bartozsek skrifar

Engum dylst að Reykjavík er nú um stundir að ganga í gegnum gagngerar breytingar.

Ekki bíða

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Áttatíu prósent offeitra barna á grunnskólaaldri glíma við offitu fyrir lífstíð samkvæmt nýrri skýrslu bresku Barnalæknasamtakanna. Líkur eru á að ævi offeitra barna verði áratug styttri en jafnaldra þeirra, sem ekki glíma við offitu.

Meistaramánuður og lífið

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Einhverra hluta vegna ákvað ég að meistaramánuður væri í janúar en ekki febrúar. Ég er því búinn að vera afskaplega duglegur undanfarið. Ég hef synt og farið í Mjölni, út að skokka, fastað í 16 tíma á sólarhring, hugleitt og sleppt öllu áfengi.

Samfélag örvæntingar

Bergur Ebbi skrifar

Ég er að hugsa um stemninguna. Líklegast er það rétt sem greinendur efnahagslífsins segja. Við erum ekki að fara inn í annað hrun. Ekkert í líkingu við það sem gerðist 2008. Fólk og fyrirtæki eiga meira í eignum sínum. Við eigum nóg af erlendum gjaldeyri og skuldum lítið í útlöndum. Og vonandi reynist það rétt og við sleppum við ástand örvæntingar.

Blikur á lofti

Hörður Ægisson skrifar

Það er sama hvert er litið. Þróunin í íslensku efnahagslífi á allra síðustu árum hefur á flesta mælikvarða verið fordæmalaus.

Iðnnám er töff

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað í samfélaginu til að fleiri sæki í iðnnám enda er viðvarandi skortur á iðnmenntuðu starfsfólki.

Lýðræði lifir á ljósi

Þorvaldur Gylfason skrifar

Washington Post breyttist úr hóglátu staðarblaði í heimsblað árin eftir 1970 þegar uppljóstranir blaðsins fyrst um gang stríðsins í Víetnam og síðan um lögbrot Nixons forseta og manna hans leiddu til afsagnar forsetans. Blaðið á sér merka sögu síðan þá eins og Hollywood-leikstjórinn Steven Spielberg lýsir í nýrri kvikmynd, The Post.

Leikhús fáránleikans

Magnús Guðmundsson skrifar

Það hlaut að koma að því að nemendur við sviðslistabraut Listaháskóla Íslands fengju nóg.

Betur heima setið

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Nemendur í skólum sem innleitt hafa lestraraðferðina Byrjendalæsi taka ekki meiri framförum í íslensku en jafnaldrar þeirra, ef marka má niðurstöður úr samræmdum íslenskuprófum fjórða bekkjar.

Orðin tóm

Magnús Guðmundsson skrifar

Mál unga flóttamannsins sem varð fyrir hrottafenginni líkamsárás á Litla-Hrauni af hálfu nokkurra fanga er íslenskum stjórnvöldum til háborinnar skammar.

Vonbrigði

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Skýrslan um rekstrarumhverfi fjölmiðla, sem lengi hefur verið beðið eftir, er vonbrigði. Ekki síður svör menntamálaráðherra. Enn á að setja málið í nefnd.

Leyndarhyggja menntakerfisins

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Undanfarnar vikur, þegar ég hef farið með dóttur mína á leikskólann sem hún sækir hér í London, hef ég læðst með veggjum.

Taka tvö

Hörður Ægisson skrifar

Eiga lífeyrissjóðir að kaupa í íslenskum viðskiptabanka – í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins 2008 – skömmu áður en til stendur að ráðast í útboð og skráningu?

Maðurinn með höndina

Þórlindur Kjartansson skrifar

Fyrir skömmu var mér sögð smellin saga af kostulegum afglöpum nokkurra íslenskra embættismanna. Sagan væri virkilega fyndin ef hún væri ekki sönn—eða kannski væri hún einmitt ekkert fyndin nema af því að hún er sönn. Annars væri hún of fjarstæðukennd til þess að hægt væri að hlæja að henni.

Norska hræsnin

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Eru það ósamrýmanlegir hlutir að stefna að því að ná markmiðum Parísarsáttmálans um losun gróðurhúsalofttegunda en leita að olíu innan lögsögunnar á sama tíma?

Hnignun? Nei, niðurrif

Þorvaldur Gylfason skrifar

Flestir Íslendingar hafa mann fram af manni treyst því að geta gengið út frá lýðræði sem gefnum hlut. Samt á lýðræði nú víða undir högg að sækja, jafnvel í Bandaríkjunum og Evrópu.

Framkvæmdin

Magnús Guðmundsson skrifar

Það er greinilegt að ekki sér fyrir endann á Landsréttarmáli Sigríðar Á. Andersen sem Hæstiréttur úrskurðaði að hefði brotið lög við skipan réttarins.

Hrakfallasaga

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

United Silicon, félag sem rekið hefur verið utan um fyrirhugaða kísilframleiðslu á Reykjanesi, hefur verið lýst gjaldþrota.

Skurðirnir

Magnús Guðmundsson skrifar

Það verður að virða mannkyni til afsökunar að margt af því tjóni sem við höfum unnið jörðinni var gert í ógáti. Vanþekking hefur þó langt í frá alltaf verið Íslendingum til afsökunar, en það var þó engu að síður tilfellið þegar við ræstum fram votlendi víða um land.

Borðið bara kökur

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Farþegar strætisvagna í Reykjavík sendu í gær út myndir af fullum strætisvögnum undir myllumerkinu #tómirvagnar. Skeytin voru svör við grein Eyþórs Arnalds, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Stóra pásan og sjokkið mikla

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Eftir um það bil áratug af töluverðri bræði þar sem Íslendingar hafa meira og minna verið að henda tómötum í hver annan og æpa fyrir utan heimili fólks er eins og þjóðfélagið sé núna komið í pásu.

Innantómar hitaeiningar

Bergur Ebbi skrifar

Ég sat með félaga mínum og borðaði lasagna. Líklega er ég algjör plebbi en þessi ítalski ofnbakaði réttur með allri sinni kjötsósu, bræddum osti og pastaplötum hefur alltaf verið uppáhaldsmaturinn minn. Jafnvel nafnið sjálft, lasagna, lasanja, kemur ró á magann – og ég læri það sífellt betur, að ef ró er yfir maganum þá er einnig ró yfir sálinni.

Forgangsröðun

Hörður Ægisson skrifar

Mjúk lending í efnahagslífinu hefur verið undantekning fremur en regla í íslenskri hagsögu.

Lögreglan gerir ekki mistök

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í gær til að svara fyrirspurnum um týnd sönnunargögn í tveimur sakamálum.

Víetnam, Víetnam

Þorvaldur Gylfason skrifar

Styrjöldin í Víetnam, öðru nafni síðari styrjöldin í Indókína, stóð í tæp 20 ár, frá 1955 til 1975, fyrsta stríðið þar sem Bandaríkin fóru halloka. Áður höfðu Frakkar hrökklazt frá Víetnam 1954 eftir átta ára stríð frá 1946.

Sýnileiki

Magnús Guðmundsson skrifar

Síðustu ár hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar, notið fjárstyrkja frá fjárfestingarfélaginu GAMMA.

Fíklar í skjól

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Svokölluð neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur, verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar aðstæður og viðunandi hreinlæti undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks, hafa gefið góða raun - kallast skaðaminnkunarúrræði.

Gerendur

Magnús Guðmundsson skrifar

Frásagnir kvenna innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi eru skelfileg lesning. Orð sem vitna um óþolandi yfirgang og ófyrirgefanlegt ofbeldi af hálfu karlmanna innan íþróttahreyfingarinnar í garð kvenna.

Klisjan 2020

Pawel Bartoszek skrifar

Ég veit upp á hár hvernig ég vil hafa næsta forseta Bandaríkjanna. Ég vil ekkert frumlegt, nýtt, eða ferskt. Bandaríska þjóðin valdi ansi ferskt og frumlegt síðast. Næsta týpa sem velst í þetta starf þarf að vera holdgervingur ófrumleikans; spaghettí bolognese í mannsmynd. Já, við þurfum Klisju.

Óþarfa kostnaður

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Ein af tíðindum liðinnar viku voru fregnir af lántöku Almenna leigufélagsins hjá bandarískum fjárfestingasjóði. Hlutabréf í Kauphöllinni hækkuðu talsvert í kjölfarið og skýrist það að hluta af væntingum fjárfesta um að innlend fyrirtæki geti nú fjármagnað sig erlendis á bættum kjörum.

Lífsstílsblogg og skaðsemi sjálfskipaðra heilsu-spámanna

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Árið 1702 fluttist George Cheney, skoskur læknir, til Lundúna. Nokkrum árum síðar skrifaði hann metsölubók um heilsufar, The English Malady. Bókinni má lýsa sem lífsstílsbloggi átjándu aldar: "Þegar ég flutti til London breyttist lífsstíll minn ... Heilsu minni stórhrakaði á örfáum árum ... Ég fitnaði mikið, ég var alltaf móður, orkulítill og hálfdofinn.“

Heildarmyndin

Hörður Ægisson skrifar

Ríkisstjórnin hefur boðað að taka veiðigjöldin til endurskoðunar á árinu með það að markmiði að lækka þau á lítil og meðalstór fyrirtæki.

Stjórnspeki Snúlla og Montesquieu

Þórlindur Kjartansson skrifar

Í sumar eru liðin tuttugu og eitt ár frá því að hið skammlífa ungmennatímarit Hamhleypa gerði mjög óformlega könnun á þekkingu ungs fólks á grundvallaratriðum í íslenskri stjórnskipan. Rannsóknaraðferðin var mjög óformleg og ber því að taka áreiðanleika niðurstöðunnar með gríðarlegum fyrirvara

Klíkumyndun

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Orðalag bréfs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til dómsmálaráðherra í kjölfar skipunar átta héraðsdómara var meira en lítið athyglisvert. Settur ráðherra telur mikilvægt að koma leikmönnum að umsagnarferlinu um dómara að danskri fyrirmynd til að draga úr „hættu á klíkumyndun í vali dómara“.

Peningamál á villigötum

Þorvaldur Gylfason skrifar

Það er almenn regla í viðskiptum að seljandi getur ekki upp á sitt eindæmi ákveðið bæði verðið á þjónustu sinni og hversu mikla þjónustu viðskiptavinir hans eru fúsir að kaupa. Seljandinn verður að velja.

List við hæfi

Magnús Guðmundsson skrifar

Hin árlegi listamannalaunaskjálfti gekk yfir síðastliðinn föstudag en virðist þó hafa verið öllu veikari en oft áður.

Lýst eftir bjargvætti

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Framboðsmál Sjálfstæðismanna í borginni eru vandræðaleg.

Aðförin 1751

Pawel Bartoszek skrifar

Það er ekki auðvelt að segja hvenær aðför stjórnvalda að einkabílaeign Íslendinga hafi hafist af alvöru.

Staða fíflagangsins

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Í dag fara jólasveinarnir heim til sín. Þeir eru miklir grallaraspóar. Af persónulýsingum að dæma er ekki víst að þjóðfélagið myndi þola að hafa þessa menn hér mikið lengur en í nokkra daga á ári. Þetta er skellandi hurðum, nagandi kerti, gónandi á gluggann hjá manni, sleikjandi aska, þefandi í gættinni og stelandi kjöti.

Trúður við hnappinn

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Sumir segja að ríkisrekstur í lýðræðisríki sé eins og á sjálfstýringu, það sé í raun ekki endilega æðsti maður ríkisins sem skipti öllu heldur miklu frekar embættismannakerfið og skipulagið.

Sjá næstu 50 greinar