Fleiri fréttir

Opið bréf til ríkisskattstjóra

Guðlaugur Hermannsson skrifar

Með þessu bréfi vil ég leggja inn fyrirspurn til yðar Hr. Ríkisskattstjóri Skúli Eggert Þórðarson, sem er svohljóðandi: Þegar ég hef talið fram til skatts allar tekjur sem mér ber að gera ásamt því að telja upp öll hlunnindi sem mér hefur áskotnast á nýliðnu ári.

Sálfræðiþjónusta í alla framhaldsskóla

Steinn Jóhannsson og Bóas Valdórsson skrifar

Á Íslandi stunda um 20.000 nemendur nám á framhaldsskólastigi. Eins og gefur að skilja eru fjölmargir nemendur í þessum hópi að glíma við áskoranir í sínu lífi. Stundum er um að ræða eðlileg og krefjandi viðfangsefni sem allir þurfa að ganga í gegnum á þessu aldursskeiði samhliða vaxandi álagi í námi og auknu persónulegu sjálfstæði.

Ragnar Þór Ingólfsson á heimavelli

Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar

Fyrir rúmu ári vann Ragnar Þór Ingólfsson öruggan sigur í formannskjöri hjá VR, hlaut 3.480 atkvæði. Sá glæsilegi kosningasigur hefur stigið honum illilega til höfuðs.

Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra?

Davíð Snær Jónsson skrifar

Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins.

Menntaborgin Reykjavík

Skúli Helgason skrifar

Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístunda­starf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar.

Kæri námsmaður, heldur þú að LÍN leggi þér lið?

Sandra Silfá Ragnarsdóttir skrifar

Grunnframfærsla LÍN fyrir einstakling í leiguhúsnæði er 177.107 krónur á mánuði. Á meðan eru lágmarkslaun 280.000 krónur og grunnatvinnuleysisbætur 227.417 krónur á mánuði.

Óháð Ríkisútvarp – betra Ríkisútvarp

Magnús Ragnarsson skrifar

Staða Ríkisútvarpsins er nú orðin sú sem BBC telur brýnt að forðast: Hagsmunir auglýsenda stýra dagskrárstefnunni og í kjölfarið ryksugar stærsta söludeild íslenskra fjölmiðla tekjur úr hverju horni markaðarins.

Umfjöllun um húsnæðismál Listaháskóla Íslands – athugasemd

Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar

Listaháskóli Íslands (LHÍ) fagnar mjög þeirri athygli sem fjölmiðlar hafa sýnt húsnæðisvanda sviðslistadeildar skólans eftir aðgerðir nemenda sl. mánudag. Jafnframt fagna stjórnendur LHÍ, frumkvæði og hugrekki nemenda við að koma þessu brýna málefni á framfæri og kröfu þeirra um tafarlausar aðgerðir.

Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík

Aron Leví Beck skrifar

Það eru spennandi tímar í gangi í Reykjavík. Uppbygging af öllu tagi á sér stað um allar koppagrundir, borgarhlutar ganga í gegnum endurnýjun lífdaga og loksins eru alvöru almenningssamgöngur í sjónfæri.

Stóra samhengið

Elísabet Brynjarsdóttir skrifar

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis.

Ekkert bakslag í þessa baráttu

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Þær eru sláandi nýlegar fréttir af miklum fjölda þeirra sem deyja hér á landi úr of stórum skammti vímuefna.

Pólitísk hentistefna og siðferðilegt gjaldþrot

Stefán Erlendsson skrifar

Viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur vegna dóms Hæstaréttar yfir embættisfærslu Sigríðar Á. Andersen eru býsna afhjúpandi fyrir siðferðisskilning forsætisráðherrans.

Hrakfarir kalla á ný vinnubrögð

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

United Silicon, að baki hrá­kísilverinu í Helguvík, er gjaldþrota með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir banka, lífeyrissjóð og Reykjanesbæ. Uppsagnir starfsfólks teljast líka tjón. Samtímis er ljóst að reyk-, ryk- og gasmengun mun ekki hrjá íbúa sveitarfélagsins eftir töluvert hlé – hve lengi er ekki vitað.

Hættuleg hugmynd

Læknar, skipulagsfræðingur og hjúkrunarfræðingur og viðskiptafræðingur skrifa

Í sérstökum umræðum á Alþingi 25. janúar 2018 um staðsetningu nýja þjóðarsjúkrahússins lagði málshefjandi, Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður, til að gerð yrði fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja þjóðarsjúkrahúsið og því fundinn besti mögulegi staður til framtíðar litið. Þetta er góð tillaga sem varðar líf og fjármuni almennings.

Vatnsveitan og Borgarlínan

Hjálmar Sveinsson skrifar

Deilurnar sem upp hafa komið um Borgarlínuna undanfarnar vikur eru merkilegar. Auðvitað er ekki við öðru að búast en að skoðanir séu skiptar um svo mikla framkvæmd. Í hugann koma miklar deilur í Reykjavík vegna vatnsveitunnar fyrir um 110 árum.

Fíllinn í stofunni

Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar

Það er ekki hægt að ræða skort á byggingarlandi í eigu borgarinnar án þess að minnast á flugvöllinn.

Er þetta í lagi?

Ragna Sigurðardóttir skrifar

Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).

Tóm orð og prósentur

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Undanfarna daga hefur lífleg umræða átt sér stað um almenningssamgöngur þar sem frambjóðendur og þingmenn hafa skrifað greinar og talað fjálglega.

Upp með veskin!

Ögmundur Jónasson skrifar

Slagurinn um Kjararáð snýst fyrst og fremst um völd. Ekki jöfnuð, ekki hvað teljist réttlát kjör, bara hverjir skuli ráða kjaraþróuninni í prósentum talið.

Þau eru svo eftirsótt Íslandsmið

Gunnar Valur Sveinsson skrifar

Umferð erlendra hópbifreiða með hópa á Íslandi er ekki ný af nálinni. Í gegnum tíðina hafa hópar ferðamanna komið til landsins með rútum.

Framúrskarandi og til fyrirmyndar

Rakel Sveinsdóttir skrifar

Í dag klæðast konur svörtu til stuðnings #metoo og reyndar mun fleiri en konur, því síðustu daga hafa margir karlmenn haft samband við FKA og látið vita að þeir ætli sjálfir að taka þátt og klæðast svörtu.

Peningarnir í Ofurskálinni

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Á sunnudaginn mætast Patriots og Eagles í leiknum um Ofurskálina. Leikurinn snýst um meira en úrslitin og hvort Tom Brady vinni sinn sjötta titil þar sem óvenju háar upphæðir er að finna nær hvert sem litið er.

Helgun starfsfólks á áratug breytinga

Tómas Bjarnason skrifar

Í vinnustaðagreiningum Gallup er lögð áhersla á að fanga að minnsta kosti þrjú grundvallarhugtök; helgun, hollustu og tryggð.

Valdefling. Ekki vorkunn.

Sabine Leskopf skrifar

MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í síðustu viku vöktu athygli. Þetta voru sömu sögurnar en samt ekki.

Manneskjurófið

Björk Vilhelmsson skrifar

Hugtakið manneskjuróf kom upp í huga mér fyrir nokkrum dögum þegar ég hafði hitt nokkur ungmenni sem lifðu á jaðri samfélagsins og voru, að þeim fannst, á valdi sjúkdóma og kerfa sem þau höfðu enga stjórn á.

Borgarlína? Nei takk!

Guðmundur Edgarsson skrifar

Í umræðum undanfarna daga um almenningssamgöngur og borgarlínu er miður að enginn hafi varpað fram eftirfarandi lykilspurningu: Hvers vegna eru sveitarfélög að reka strætó?

Gamaldags átakapólitík

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu Vinstri græn áherslu á að veruleg innspýting fjármuna í heilbrigðismál, menntamál, innviðauppbyggingu og velferðarmál væri nauðsynleg til að koma þessum málaflokkum í sómasamlegt horf. Auka þyrfti árleg útgjöld til þessara málaflokka í skrefum um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu umfram sem fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði ráð fyrir.

Síðkominn nýárspistill — bætt kjör stúdenta strax

Aldís Mjöll Geirsdóttir skrifar

Höfum við ekki öll sett okkur háleit markmið í byrjun nýs árs? Eitthvað á borð við: „Nú ætla ég að byrja að læra jafnt og þétt yfir önnina“ eða „nú mæti ég að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku í ræktina!“

Ekkert svigrúm fyrir „vandræðagemsann“

Ingólfur Sigurðsson skrifar

Ég þekki það af eigin raun að opinbera eigin glímu við andleg veikindi. Það eru að verða fjögur ár síðan ég kom fram með kvíðaröskun mína í viðtali við Morgunblaðið, en þá hafði ég gert þrjár tilraunir til þess að leika sem atvinnumaður í fótbolta, sem allar enduðu með því að ég sneri aftur til Íslands sökum veikinda.

Þitt er valið

Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar

Í vor verður kosið um skyndilausnir sem skapa vandamál eða borgarþróun til framtíðar – þitt er valið.

Hvers vegna styðjum við íslenskan landbúnað?

Margrét Gísladóttir skrifar

Í nýliðinni viku var málþing á vegum grænmetisæta á Íslandi þar sem velt var upp þeirri spurningu hvers vegna neytendur væru að greiða "mjólkurskatt” en þar var átt við greiðslur úr ríkissjóði til kúabænda í mjólkurframleiðslu.

Vinstri svik

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Það er sorglegt að sjá að Vinstri græn setja engar viðbótarfjárveitingar í barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisstyrk, fæðingarorlof og húsnæðismál frá því sem fyrri ríkisstjórn hafði þegar ákveðið að gera áður en VG komst í ráðherrastólana.

Kjósum víðsýnan leiðtoga

Stuðningshópur Áslaugar Friðriksdóttur skrifar

Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja sér nýjan leiðtoga í borginni á laugardaginn næstkomandi.

Dauðans alvara

Eymundur L. Eymundsson skrifar

Á hverjum tíma glíma 1 af hverjum 4 við geðheilsuvanda af einhverjum toga og það gera 25% af öllum Íslendingum.

Framtíðarborgin Reykjavík

Eyþór Arnalds skrifar

Hvernig viljum við hafa Reykjavík í framtíðinni? Ef ég fengi því ráðið væri Reykjavík spennandi borg með nægu rými fyrir fjölskyldur en jafnframt eftirsóttur ferðamannastaður.

Sterk staða – betri borg

Áslaug Friðriksdóttir skrifar

Það þarf margt að gerast í borgarmálunum á næsta kjörtímabili. Setja verður önnur mál í forgang en þau sem núverandi meirihluti hefur gert.

Leikskólamál eru réttlætismál

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Nú líður að kosningum og greinar um leikskólamál frá körlum í framvarðasveitum stjórnmálaflokkanna eru þegar byrjaðar að birtast í fjölmiðlum.

Leiðir til verndar börnum gegn kynferðisofbeldi

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Í samfélaginu leynast víða hættur, sumar hverjar fyrirsjáanlegar sem auðvelt er að fræða börnin um hvernig beri að varast en aðrar leyndari og þar af leiðandi hættulegri. Kynferðisafbrotamenn fyrirfinnast í okkar samfélagi eins og öðrum. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að fría samfélagið af þessum brotamönnum fremur en öðrum.

Sjá næstu 50 greinar