Skoðun

Kjósum víðsýnan leiðtoga

Stuðningshópur Áslaugar Friðriksdóttur skrifar
Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja sér nýjan leiðtoga í borginni á laugardaginn næstkomandi. Sá einstaklingur þarf að skilja þarfir borgarbúa, vera með öflugar lausnir til kerfisbreytinga í þágu borgarbúa og til þess fallin að getað myndað meirihluta í borginni.

Við þurfum leiðtoga sem er víðsýn og frjálslynd, og sem skilur raunveruleika og þarfir ungs fólks. Reykjavík er ekki aðeins í samkeppni veið sveitarfélögin í kring um það hvar ungt fólk vill búa, heldur einnig stórborgir heimsins.

Því er mikilvægt að í komandi kosningum þá bjóði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fram skýra framtíðarsýn. Framtíðarsýn sem mun skapa blómstrandi og iðandi borgarlíf í öllum hverfum. Þar sem boðið er upp á fjölbreytta búsetu, sterka nærþjónustu, öflugar almenningssamgöngur og fjölbreytta samgöngumáta almennt.

Þar stendur Áslaug María Friðriksdóttir öðrum frambjóðendum framar. Hún er sterk kona með skýra framtíðarsýn sem þekkir Reykjavík og hefur unnið sjálfstæðisstefnunni farboða í borginni og getur komið flokknum til áhrifa. Við viljum borg sem virkar fyrir alla. Borg sem er lifandi, skemmtileg og aðlaðandi.

Þess vegna styðjum við Áslaugu Maríu Friðriksdóttur í leiðtogasætið og hvetjum alla Sjálfstæðismenn í Reykjavík til að gera það sama.

Undirskrifuð eru ungir Sjálfstæðismenn:

Bryndís Bjarnadóttir

Rafn Steingrímsson

Anney Ýr Geirsdóttir

Viktor Ingi Lorange

Margrét Bjarnadóttir

Sigrún Jonný Óskarsdóttir

Úlfur Þór Andrason

Þuríður Benediktsdóttir




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×