Fleiri fréttir

Borgin opnar ungbarnadeildir á leikskólum

Skúli Helgason skrifar

Eitt helsta forgangsmál meirihlutans í borginni er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær mikilvægan áfanga á þeirri leið. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og felur m.a. í sér fjölgun leikskólaplássa um nærri 300 með áherslu á börn um 18 mánaða aldur.

Ekki er kyn þó keraldið leki

Nikólína Hildur Sveinsdóttir skrifar

Það dugar ekki að loka augum og eyrum og miða allt út frá eigin reynsluheimi og skoðunum.

Næsta stig endurreisnar

Sigurður Hannesson skrifar

Efnahagsleg endurreisn Íslands hefur gengið vonum framar eins og flestir mælikvarðar bera með sér. Hins vegar tekur lengri tíma að endurvekja fullt traust í samfélaginu. Nýjar fréttir af sölu Búnaðarbankans á sínum tíma eru ekki til þess fallnar að flýta því ferli og minna okkur svo sannarlega á að vanda þarf til verka.

Opið bréf til forystu menntamála í landinu

Guðríður Arnardóttir skrifar

Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu.

Brexit – hvað gerist næst?

Árni Páll Árnason skrifar

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég skrifaði fyrri greinar mínar um Brexit. Bresk stjórnvöld hafa nú virkjað hina margfrægu 50. gr. stofnsáttmála ESB. Þar með er hafið ferli sem mun leiða til þess að eftir rétt tvö ár verða Bretar ekki lengur meðlimir ESB

Rósir í hnappagat jafnaðarmanna

Guðjón S. Brjánsson skrifar

Fyrir skömmu var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um fríverslunarsamninga, mikilvægi þeirra og þróun á seinni árum. Málshefjandinn, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dásamaði frelsi í viðskiptum og taldi að stjórnvöld yrðu ætíð að vera opin fyrir nýjum tækifærum.

Af hverju Arnarskóli?

Sóley Ósk Geirsdóttir skrifar

„Ég heiti Davíð Örn og er 10 ára. Ég get ekki sofið, ég vil ekki fara í skólann, ég er þreyttur og langar að vera heima hjá mömmu. Ég er hættur í skólanum!“

Stjórnarskrárbrot skattstjóra

Gunnar Þór Gíslason skrifar

Síld og fiskur ehf., sem er kjötvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði, hefur frá því á árinu 2010 átt í deilum við ríkisskattstjóra um álagningu búnaðargjalds. Deilunum við ríkisskattstjóra lauk með því að starfsmenn embættisins mættu í vinnu á gamlársdag 2013 til að leggja á félagið búnaðargjald upp á rúmlega 13 milljónir króna.

Um greinina "Fjársjóður á mörkum tveggja heimsmynda“

Einar G. Pétursson skrifar

Í Fréttablaðinu 2. mars síðastliðinn birtist viðtal við Viðar Hreinsson (VH): „Fjársjóður á mörkum tveggja heimsmynda.“ Það birtist í tilefni þess að daginn áður var honum veitt viðurkenning Hagþenkis fyrir bókina: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Hér verða gerðar nokkrar athugasemdir.

Þjóðarglæpur að nota ríkissjóð sem féþúfu

Vilhelm Jónsson skrifar

Stærsta og umdeildasta verkefni Íslandssögunnar er að nýr Landspítali geti risið sem fyrst á nýjum og betri stað. Mikilvægast er hins vegar að vandað sé vel til verka og ekki látið stjórnast af ábyrgðarleysi, þótt mikið liggi við.

Dæmalaus ósvífni

Kristín Björk Jónsdóttir skrifar

Ósvífnasta „dópingsvindl“ sem þú veist um. Með þessari dæmalausu ósvífni endaði nýjasta greinin þín sem þú skrifaðir þann 16. mars síðastliðinn. Það er óþolandi að sitja stöðugt undir ásökunum þínum, nú síðast nærri 16 árum eftir að ég var sýknuð af Lyfjadómstóli ÍSÍ.

Dönsk hagspeki og íslenzkir vextir

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þann 9. marz sl. átti RÚV langt viðtal við danskan hagfræðing í kvöldfréttum, en Dani þessi hafði einhverntíma verið hagfræðingur dansks stórbanka, en var það greinilega ekki lengur. Sagt var, að hann hefði fylgzt gjörla með íslenzkum efnahagsmálum. Hvernig og á hvaða máli kom ekki fram, en íslenzku talaði hann ekki.

Á nú að einkavæða eða einkavinavæða?

Einar Júlíusson skrifar

Berum saman fyrirtæki eins og Arion banka og Landsvirkjun. Bæði eiga jafnmikið eigið fé, 200 milljarða króna, og eru þannig séð jafnmikils virði. Tekjur Landsvirkjunar 2015 voru 50 milljarðar, kostnaður 40 milljarðar svo hagnaður var 10 milljarðar eða 5% af eigin fé (helmingi meiri en árin 2011-2014)

Heilbrigðis­þjónustan í dag

Úrsúla Jünemann skrifar

Að vera með slitgigt er eitthvað sem fáir óska sér. Ekki er búið að finna lækningar við þessum sjúkdómi. En að minnsta kosti er hægt að skipta út liðamótum þegar brjóskið er orðið ónýtt. Margir þurfa að ganga undir svona liðskiptaaðgerð á mjöðm og hné á efri árum.

Peningakerfið er risavaxin svikamylla sem er að drepa allt líf á jörðinni

Sölvi Jónsson skrifar

Flestir halda að bankakerfið starfi svona: Almenningur og fyrirtæki leggja peninga inn í bankana gegn vöxtum. Bankarnir lána síðan þessa sömu peninga gegn hærri vöxtum. Vaxtamismunurinn er hagnaður bankans. Ef þetta væri rétt þá ætti viðskiptavinur að hafa upplifað að bankainnistæða hans hafi verið lækkuð svo bankinn gæti lánað út pening.

Áherslur bænda, beint á höfuðið

Jón Viðar Jónmundsson skrifar

Þegar þessar hugsanir eru settra á blað er starfshópur sem settur var á laggirnar í framhaldi af samþykkt búvörusamninga á síðasta ári byrjaður störf.

Stefna í ranga átt

Líney Lilja Þrastardóttir skrifar

Stjórnmál eru mikilvægur hluti af öllum samfélögum og hafa víðtæk áhrif hvert sem litið er. Þau koma okkur öllum við og stjórnmálalegar ákvarðanir sem teknar eru hafa alltaf áhrif á einhvern hluta af samfélaginu.

Stöðvum eiturfrumvarpið!

Sigurbergur Sveinsson skrifar

Íslendingar eru dugleg þjóð sem hefur komist af í þúsund ár í harðbýlu landi. Við erum tarnafólk og getum státað af ótrúlegum afrekum, allavega miðað við höfðatölu. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar evrópskrar heilsufarsrannsóknar drekkum við til dæmis áfengi sjaldnar en ýmsar þjóðir sem við höfum borið okkur saman við en við drekkum meira í hvert sinn.

Silfurberg og landvarsla

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Þegar kemur að lýsingum á því hve merkileg íslensk náttúra er förum við stundum fram úr okkur að margra mati. Nú er sagt í umfjöllun um vanda Helgustaðanámu að fundarstaðir silfurbergs séu fáir í heiminum.

Opið bréf til stjórnar Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands

Helgi Ingólfsson skrifar

Þann 12. feb. sl. sendi ég erindi með fyrirspurnum til Sjúkrasjóðs KÍ og þann 8. mars sl. sendi ég ítrekun á erindi mínu. Þar sem ég hef ekki verið virtur svars vil ég reyna enn á ný og nú á opinberum vettvangi.

Er ekki nóg komið?

Jóhann Hjartarson skrifar

Það er heldur dapurlegt og nánast óraunverulegt að þurfa aftur að eiga orðastað við Birgi Guðjónsson lækni eftir að hafa mætt honum í málflutningi fyrir Lyfjadómstól ÍSÍ fyrir 16 árum, í máli sem hann hefur skrifað ítrekað um í dagblöð allar götur síðan.

Viljalaust verkfæri

Anna Steinsen skrifar

Stanslaust áreiti frá öllum samfélagsmiðlunum og í raun aldrei friður. Ungt fólk oft eins og fangar símans, viljalaus verkfæri. Líta stundum út eins og uppvakningar og horfa varla upp til að taka eftir því sem er að gerast í kringum þau.

Útópía í Marshallhúsinu

Starkaður Sigurðarson skrifar

18. mars var opnaður nýr staður í Reykjavík. Paradís fyrir þá sem vita að paradís er ekki til.

Hugleiðingar móður

Árný Björg Jóhannsdóttir skrifar

Ég geri ekki mikið af því að tjá mig í skrifum opinberlega, en nú kom að því. Ástæðan er nýtt frumvarp sem á að leggja fyrir alþingi um breytingatillögu á nafninu "fóstureyðing“ í "þungunarrof“. Þetta hljómar fyrir mér eins og verið sé að finna fínna orð yfir þessa sorglegu aðgerð.

Við deyjum 100 sinnum á degi hverjum

Bryndís Bjarnadóttir skrifar

Þannig lýsir hinn 26 ára gamli Yousif Ajaj flóttamaður frá Sýrlandi upplifun sinni af verunni í flóttamannabúðum í Grikklandi og bætir við að "dýr gætu ekki einu sinni búið við þessar aðstæður“.

Fjármálastefna til 5 ára

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Í dag verður síðari umræða á Alþingi um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar sem er mikilvægasta þingskjal kjörtímabilsins. Í henni felst skuldbinding um hvernig haga eigi skatta- og útgjaldastefnu stjórnvalda allt kjörtímabilið. Stjórnvöld þurfa að fylgja henni eftir og ströng skilyrði eru fyrir endurskoðun hennar.

Vandi hinnar óstöðugu krónu – greinum vandann

Efnahagsnefnd Viðreisnar skrifar

Sú stjórn er tók við völdum í janúar hefur m.a. sett sér það markmið að minnka vaxtakostnað hér á landi sem er mun þyngri fyrir heimili og atvinnulíf en í öðrum löndum. Jafnframt er heitið að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar

RÚV textar innlent efni

Margrét Magnúsdóttir skrifar

Helga Vala Helgadóttir skrifaði bakþanka sem birtust í Fréttablaðinu 20. mars sl. undir yfirskriftinni: Af hverju textum við ekki? Í greininni fjallar Helga um mikilvægt málefni og ber að þakka henni fyrir sitt framlag til umræðunnar.

Gagnsæi er forsenda trúverðugleika

Lilja Alfreðsdóttir skrifar

Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslensku fjármálakerfi frá því að bankakerfið hrundi á einni viku eins og spilaborg. Regluverk hefur verið stórbætt í þeim tilgangi að auka traust á bankakerfinu og draga úr áhættu kerfisins.

Húsnæði Landspítala - þjóðarskömm

Reynir Arngrímsson skrifar

Húsnæðisvandi og vanræksla í viðhaldi bygginga Landspítalans er þjóðarskömm. Velgengni í efnahagsmálum þjóðarinnar er hins vegar mikið ánægjuefni.

Metnaður í mikilvægum greinum

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Það var aðdáunarvert að fylgjast með ungum metnaðarfullum nemendum keppa nýverið á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum. Metnaðurinn leyndi sér ekki og ljóst að framtíðin er björt fyrir íslenskan iðnað hvað varðar hæfileika nemenda í iðn-, tækni- og verkgreinum í dag. Eða hvað?

Norðurlöndin – örugg höfn í ólgusjó

Stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði skrifar

Við lifum nú mikla breytingatíma. Félagslega, efnahagslega og pólitískt upplifir heimsbyggðin mikil umbrot, átök og öfgar. Óöryggi og hræðsla við framtíðina gerir víða vart við sig.

Ríkinu stefnt vegna skerðinga á lífeyri aldraðra

Björgvin Guðmundsson skrifar

Málaferli gegn ríkinu eru í uppsiglingu vegna ólögmætrar skerðingar Tryggingastofnunar (ríkisins) á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði í janúar og febrúar á þessu ári.

Afnám ÁTVR: Ekki bara af því bara!

Ögmundur Jónasson skrifar

Ráðherra í ríkisstjórn sagði nýlega að andstaða við frumvarp um afnám ÁTVR væri til komin vegna pólitískrar hugmyndafræði og bætti reyndar um betur og sagði að um sama væri að ræða hvað varðar einkavæðingu heilbrigðiskerfisins;

Framfarir í flughermum

Árni Stefán Árnason skrifar

Áhugamálið nýtur sívaxandi vinsælda hér og erlendis.

Stærð íslensku bankanna

Jón Guðni Ómarsson skrifar

Mikil umræða hefur verið á Íslandi síðustu árin um það hvernig bæta megi íslenska bankakerfið og tryggja að það sinni sínu hlutverki sem best, en lágmarka um leið þá áhættu sem af því getur skapast. Ein spurningin er hver sé rétt stærð á bönkunum.

Ræddum við ráðherrann

Ellert B. Schram skrifar

Já, það hefur verið nóg að gera hjá mér, eftir að hafa verið kosinn formaður í Félagi eldri borgara hér í höfuðborginni. Fundir og heimsóknir hér og hvar, uppákomur og atburðir og svo náttúrlega afskipti af málefnum eldri borgara inn á við og út um allt.

Sjá næstu 50 greinar