Fleiri fréttir

Simmar allra flokka

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að nýr Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sé nú þegar orðinn stærri en Framsóknarflokkurinn. Hvað sem segja má um Sigmund verður ekki af honum tekið að hann vekur athygli hvað sem hann gerir.

Frelsi til að vera ósammála

Logi Bergmann skrifar

Stundum velti ég fyrir mér hvernig okkur tókst að móðgast fyrir tíma samfélagsmiðla. Getur verið að allir hafi bara verið meira og minna sammála og í mesta lagi hafi einn eða tveir rokið í fússi úr heita pottinum eða fermingarveislunni?

Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar

Hver manneskja dvelur 40 fyrstu vikur lífsins í móðurkviði þar sem móðir og barn eru tengd með naflastreng. Eftir fæðingu er klippt á þessa tengingu. Margir sálkönnuðir segja að þessi viðskilnaður hvítvoðungsins við blóðrás móður sinnar sé mesta áfall ævinnar.

Vatnaskil

Hörður Ægisson skrifar

Fordæmalaus vöxtur í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur umbylt íslensku efnahagslífi.

Haustljóð

Bergur Ebbi skrifar

Harpa. Haustkvöld. Glerhöll gnæfir yfir ryðbrún steypustyrktarjárnin. Olíusvartur Faxaflói með hvítu fryssi. Úfnir túristar kastast til og frá, illa lagðir bílar, menn í gallabuxum og bleiserjökkum með Tommy Hilfiger rakspíra stíga úr leigubílum. Konur í þröngum leðurjökkum, þreytulegar um augun en glottandi yfir spennu augnabliksins. Gin og tónik í vélindanu.

Stöðnun er ekki ávísun á stöðugleika

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Í komandi kosningabaráttu verður hugtakinu stöðugleiki teflt fram með föðurlegu ívafi af flokkum sem telja að kosning allra flokka undir áttræðu boði ekkert nema upplausn og glundroða.

Kosningamál

María Bjarnadóttir skrifar

Miðað við ástæður þess að boðað hefur verið til kosninga hlýtur tími alvöru stjórnmálaumræðu um upprætingu kynferðisbrota í þessu samfélagi loksins að vera kominn.

Baráttan gegn kynferðisofbeldi

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Ötul barátta þolenda, aðstandenda og hugsjónafólks gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi hefur ekki farið framhjá neinum landsmanni.

Enn af andvaraleysi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar

Fyrr í vikunni vakti undirritaður athygli á áhyggjum Embættis landlæknis af lakri ásókn í bólusetningu hér á landi og var sú staðreynd sett í samhengi við þá tilhneigingu okkar að skilgreina núverandi ástand sem stöðugt og óbreytilegt. Að þeir sem telja bólusetningu óþarfa séu í raun álíka afvegaleiddir og þeir sem telja hana vera skaðlega.

Eftirdrunur nasismans

Þorvaldur Gylfason skrifar

Eitt helzta vígorð Donalds Trump í kosningabaráttu hans í fyrra var "America first“. Áður höfðu menn ekki heyrt bandarískan forsetaframbjóðanda tala eins og ofvaxinn þjóðrembill í smáríki sem á undir högg að sækja.

Kosningar og kartöfluskortur

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Maður tekur alls konar ákvarðanir í þessu lífi. Sumar eru góðar, sumar eru slæmar og sumar eru hvort tveggja. Fyrir mánuði síðan missti ég eiginlega út úr mér við konuna að ég ætlaði ekki að borða kolvetni fram að jólum. Í einhverri þrjósku ákvað ég svo að viðhalda því og hef ég því ekki látið mér til munns neitt sem inniheldur þann draum sem kolvetni eru.

Verði ljós

Olga Margrét Cilia og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Í nútímasamfélagi er eðlilegt að gera kröfu um gagnsæja og góða stjórnsýslu.

Bókaþjóðin vaknar

Lilja Alfreðsdóttir. skrifar

Íslendingar eru bókaþjóð. Bækur eru vettvangur nýsköpunar og grundvöllur símenntunar alla ævi. Bækur eru snar þáttur í málþroska barna.

Myglan er skaðleg

Steinn Kárason skrifar

Veikindi og heilsutjón af völdum myglusveppa er vaxandi samfélagslegt böl sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Fjárhagslegt tjón er einnig verulegt.

Grunnsáttmáli þjóðarinnar

Ragnar Aðalsteinsson skrifar

Í þingsetningarræðu sinni nýverið taldi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að minnast ætti aldarafmælis sambandslagasamningsins 1918 og stjórnarskrárinnar 1920 "með því að vinna af einurð að breytingum á grunnsáttmála þjóðarinnar, breytingum sem vitna um sameiginlega sýn sem flestra á umhverfi og auðlindir, samfélag og stjórnskipun, ábyrgð og vald“.

Nú er það Svart(á)

Óli Halldórsson skrifar

Á Alþingi síðastliðið vor lagði ég fyrir fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, og umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttur, nokkrar spurningar. Þær snérust um lítið mál norður í landi, en stórt þó. Um það hvernig einkafjárfestar bera sig að við að sækja sér virkjunarheimildir á ríkisjörð, Stóru-Tungu í Bárðardal, til 10 MW vatnsaflsvirkjunar í eigin þágu.

Eignaupptaka ríkisins á eftirlaun aldraðra er óásættanleg!

Harpa Njálsdóttir skrifar

Nýlega hefur velferðar- og jafnréttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinberlega afstöðu sína til núverandi kerfisbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri ellilífeyrisþega.

Stjórnmálin verða að virka

Bjarni Benediktsson skrifar

Með hjálp kjósenda getum við komið aftur röð og reglu á stjórnarfarið. Við eigum að hafna því að stjórnmálin hrökkvi í baklás þegar á móti blæs.

Heilræði Guðna

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Stjórnmálamenn þurfa að kyngja stoltinu og kjósendur einnig ef tryggja á stöðugt stjórnarfar hér á landi sem er orðið löngu tímabært.

Sigmundur Davíð

Daníel Þórarinsson skrifar

Ég hreifst af eldmóði hins unga leiðtoga. Ég dáðist að þeim endurbótum fyrir heimilin sem ríkisstjórn hans náði fram.

Skylda gagnvart börnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Um daginn ákvað ég að gera mig sæta fyrir vinnu. Ég setti á mig rauðan varalit og fór í uppáhaldsskyrtuna mína og svo, til þess að þrykkja punktinum rækilega yfir i-ið, setti ég í mig eyrnalokka. Þetta voru látlausir hringir, frekar stórir, og mér fannst ég æðislega flott gella með þá í eyrunum.

Styttri vinnuvika – eitt mikilvægasta efnahagsmál næstu missera

Guðríður Arnardóttir skrifar

Tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku hefur staðið yfir frá árinu 2015. Vorið 2017 var sambærilegu verkefni ýtt úr vör í samstarfi við ríkið. Rannsakað er m.a. hver áhrif styttingar vinnutímans eru á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsmanna og starfsanda.

Aparnir og fjármálakerfi morgundagsins!

Friðrik Þór Snorrason skrifar

Ör framþróun í tækni og markvissar aðgerðir stjórnvalda víðsvegar í Evrópu til að opna fjármálamarkaði munu leiða til mikillar grósku og nýsköpunar í fjármálaþjónustu á komandi árum.

Vefverslun og erlendir risar

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Konur nýta sér þjónustu erlendra vefverslana 20% oftar en karlar en fyrir helmingi lægri upphæð í hvert skipti.

Umheimur á hröðu breytingaskeiði

Guðmunda Smáradóttir skrifar

Umheimurinn er að fara í gegnum eitt magnaðasta og hraðasta breytingaskeið sögunnar. Nýsköpun og tækni eru og verða lykilorð þessa umbreytingatímabils.

Stafræn straumhvörf á fjármálamarkaði

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og tryggingatækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjármálafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfaviðskiptum og tryggingaþjónustu

Aðildarumsókn í læstri skúffu

Jón Sigurðsson skrifar

Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn.

Það verður að taka á þessu máli NÚNA

Svavar Gestsson skrifar

Talsvert er rætt um vanda sauðfjárbænda og kindakjötsframleiðslu í landinu. Hér er sagt frá stöðunni i Dalabyggð sem er ágæt mynd af stöðunni í landinu öllu.

Að sofna á verðinum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar

Það er manninum eðlislægt að túlka veröldina út frá nærumhverfi sínu og einangraðri upplifun. Þannig er það fullkomlega eðlilegt að halda það að Jörðin sé nafli alheimsins, enda virðist sólin sannarlega hringsnúast um plánetuna okkar. Það er sömuleiðis eðlilegt að halda að núverandi ástand sé komið til að vera. Dauðinn, sem áður var tíður gestur, virðist nú á tímum vera fjarlægur, jafnvel órökréttur.

Höldum áfram

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Á síðasta kjörtímabili náði Ísland hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurs ríkis í seinni tíð. Á sama tíma komst stærsti hluti fjármálakerfis landsins í eigu ríkisins. Einstakar aðstæður sköpuðust til að ráðast í sögulegar samfélagsumbætur.

Huldufólk 21. aldarinnar

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Fátt er leiðinlegra fyrir unga stúlku en að sitja lengi í bíl sem hossast eftir hálfgerðri vegleysu klukkutímum saman. Þetta var þó hlutskipti eldri dóttur minnar í mörg ár þar sem við fórum oft vestur á firði. Til að létta undir með henni sagði ég henni sögur af álfum og huldufólki og til þess að ýta enn undir skemmtanagildið sagði ég að ef við stoppuðum uppi á Hjallahálsi myndum við eflaust sjá huldufólki bregða fyrir.

Rafrænar kosningar styrkja lýðræðið

Eiríkur Þór Theodórsson skrifar

Strax í upphafi kosningabaráttunnar kemur fram skýr munur á Pírötum og nær öllum hinum flokkunum sem að hafa ákveðið að bjóða fram í komandi kosningum.

Aukum rétt kjósenda strax

Þorkell Helgason skrifar

Traust á stjórnmálunum hefur verið lítið og er nú í lágmarki. Fólki finnst það vera haft að fífli, haldið utan við upplýsingar og ákvörðunartöku. Allur þorri kjósenda vill til dæmis að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, en í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nær fimm árum játtu þessu fjórir af hverjum fimm þeirra sem afstöðu tóku.

Löglegt skutl

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Á sama tíma og leigubílum fjölgar ekkert blómstrar svört atvinnustarfsemi á internetinu þar sem fólk bæði óskar eftir bílum og býður þjónustu gegn greiðslu.

Leyndarmálin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Auðvitað mátti Sigríður Andersen sýna Bjarna Benediktssyni að faðir hans hefði skrifað upp á það að barnaníðingur fengi uppreist æru; held að við séum öll sammála umboðsmanni alþingis um það.

Ekki kaupa rafbíl!

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Ýmsir málsmetandi menn hafa stigið á stokk að undanförnu og líst verulegum efasemdum um vænleika rafbíla. Sumir lýsa yfir miklum áhyggjum af umhverfisvænleika rafbíla á meðan aðrir reyna að útskýra fyrir fólki að rafbíllinn sé í raun ekki tilbúinn og fólk eigi ekki að hugsa um slík kaup næstu árin.

Bara Vinstri, ekki Græn

Þórarinn Halldór Óðinsson skrifar

Það var athyglisvert að fylgjast með framgöngu Lilju Rafneyjar þingmanns Vinstri Grænna á borgarafundi sem haldinn var í Ísafjarðarbæ á dögunum undir yfirskriftinni „fólk í fyrirrúmi“.

Sjá næstu 50 greinar