Skoðun

Sigmundur Davíð

Daníel Þórarinsson skrifar
Ég hreifst af eldmóði hins unga leiðtoga.

Ég dáðist að þeim endurbótum fyrir heimilin sem ríkisstjórn hans náði fram.

Ég var ánægður hve vel hann varðist yfirgangi Breta, Hollendinga og vogunarsjóða.

Ég var hryggur hve illa honum tókst að verja sjálfan sig og konuna.

Ég var ánægður þegar í ljós kom að þau voru alsaklaus og allt upp gefið.

Ég var undrandi að „flokksforystan“ skyldi ekki verja hann í þessari aðför.

Ég er hryggur hve flokkurinn okkar fór illa með hann.

Ég er ánægður að hann ætli að að halda áfram í stjórnmálum.

Ég tel að hann eigi annað tækifæri skilið.

Ég ætla að styðja hann.



Höfundur er skógarbóndi.




Skoðun

Sjá meira


×