Eignaupptaka ríkisins á eftirlaun aldraðra er óásættanleg! Harpa Njálsdóttir skrifar 28. september 2017 07:00 Nýlega hefur velferðar- og jafnréttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinberlega afstöðu sína til núverandi kerfisbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri ellilífeyrisþega. Hann segir mikilvægt að þeir sem lagt hafi fyrir í lífeyrissjóð á lífsleiðinni hafi ávinning af sparnaði sínum og nýtt ellilífeyriskerfi auki þann ávinning (sjá m.a. grein Lifðu núna, 29.08.2017; erindi FEB, 11.09.2017). Hér skal árétta, að stefna stjórnvalda og markmið með lagasetningu var m.a.: „Að sem flestir aldraðir framfleyti sér sjálfir með tekjum sínum úr lífeyrissjóðum og vinnutekjum.“ Það er ástæða til að fara yfir nokkrar staðreyndir sem sýna klára eignaupptöku ríkisins á réttindum og lífeyri aldraðra, samkvæmt breytingum almannatrygginga, lögfest á Alþingi haustið 2016.Hnepptir í skort og fátækt! Til fjölda ára hafa lífeyrisgreiðslur almannatrygginga (TR) verið ákvarðaðar án nokkurs raunsæis eða réttlætis – við ákvörðun upphæða sem lífeyrisþegum er ætlað að lifa af. Fyrir kerfisbreytingu almannatrygginga var einstaklingur í sambúð með 186 þúsund frá TR og hækkaði í 197 þúsund krónur eftir skatt 2017 (skerðing 45%). Eldri borgari sem bjó einn fékk 207 þúsund eftir skatt og hækkaði í 230 þúsund krónur eftir breytingu (skerðing 56,9%). Þessar staðreyndir ganga þvert á upplýsingar sem ráðherra hefur kynnt – að tekjulægstu hópar aldraðra hafi hækkað um 24-25% með nýju kerfi almannatrygginga. Þá er ljóst samkvæmt opinberum gögnum að 67% eldri borgara, þ.e. viðskiptavinir Tryggingastofnunar, voru með heildartekjur í febrúar sl., frá um 200 þúsund til 280 þúsund krónur eftir skatt og skerðingar. Eldri borgarar á strípuðum bótum hafa ekki til hnífs og skeiðar og búa við skort og fátækt! Á sama tíma og Alþingi lögfesti breytingar á almannatryggingum haustið 2016 – lá fyrir að lífeyrisþegi sem bjó einn á strípuðum bótum TR vantaði 34% til að tekjur dygðu fyrir lágmarks framfærslu – og allt að 50% vantaði upp á að lífeyrir TR dygði fyrir „dæmigerðu neysluviðmiði“ velferðarráðuneytisins sem ráðuneytið telur hvorki lúxus né lágmarksneyslu (sjá Harpa Njáls, Morgunblað 29.09.2016). Fátækt lífeyrisþega er heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Alþingis!Hver er ávinningur aldraðra af sparnaði í lífeyrissjóð? Í töflu sem hér fylgir eru þrjú dæmi um eldri borgara, með 281 þúsund frá almannatryggingum (TR) fyrir skatt, þ.e. ellilífeyrir og heimilisuppbót. Af þeirri upphæð fara 50 þúsund krónur í skatt. Ef eldri borgari á lífeyrissjóðsréttindi upp á 150 þúsund krónur á mánuði, skerðist ellilífeyrir TR um 56,9%, þ.e. rúmlega 71 þúsund krónur sem renna beint í ríkissjóð. Í þessu dæmi tekur ríkið rúmlega 151 þúsund krónur í skatt og skerðingar – hinn aldraði heldur tæplega 280 þúsund í eigin vasa. Sú upphæð dugir ekki til lágmarksframfærslu.Taflan sýnir einnig dæmi um eldri borgara með ellilífeyri og heimilisuppbót (TR) og 200 þúsund króna greiðslu úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðsgreiðslan skerðir ellilífeyri TR um nær 100 þúsund krónur. Skattar og skerðingar í ríkissjóð eru rúmlega 187 þúsund – viðkomandi heldur eftir 293 þúsund krónum í eigin vasa. Þessi dæmi sýna í reynd þann ásetning og markmið stjórnvalda að eldri borgarar standi sjálfir sem mest undir launum sínum og lífsafkomu. Þá er staðreynd að aldraðir greiða sama skatthlutfall (36,94%) og fólk á vinnumarkaði með yfir 800 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Með nýjum lögum almannatrygginga er vegið harkalega að öldruðum. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og Alþingis er stór hluti tekna eldri borgara gerður upptækur í ríkissjóð með sköttum og skerðingum. Hér er um klára eignaupptöku að ræða! Höfundur er sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nýlega hefur velferðar- og jafnréttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinberlega afstöðu sína til núverandi kerfisbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri ellilífeyrisþega. Hann segir mikilvægt að þeir sem lagt hafi fyrir í lífeyrissjóð á lífsleiðinni hafi ávinning af sparnaði sínum og nýtt ellilífeyriskerfi auki þann ávinning (sjá m.a. grein Lifðu núna, 29.08.2017; erindi FEB, 11.09.2017). Hér skal árétta, að stefna stjórnvalda og markmið með lagasetningu var m.a.: „Að sem flestir aldraðir framfleyti sér sjálfir með tekjum sínum úr lífeyrissjóðum og vinnutekjum.“ Það er ástæða til að fara yfir nokkrar staðreyndir sem sýna klára eignaupptöku ríkisins á réttindum og lífeyri aldraðra, samkvæmt breytingum almannatrygginga, lögfest á Alþingi haustið 2016.Hnepptir í skort og fátækt! Til fjölda ára hafa lífeyrisgreiðslur almannatrygginga (TR) verið ákvarðaðar án nokkurs raunsæis eða réttlætis – við ákvörðun upphæða sem lífeyrisþegum er ætlað að lifa af. Fyrir kerfisbreytingu almannatrygginga var einstaklingur í sambúð með 186 þúsund frá TR og hækkaði í 197 þúsund krónur eftir skatt 2017 (skerðing 45%). Eldri borgari sem bjó einn fékk 207 þúsund eftir skatt og hækkaði í 230 þúsund krónur eftir breytingu (skerðing 56,9%). Þessar staðreyndir ganga þvert á upplýsingar sem ráðherra hefur kynnt – að tekjulægstu hópar aldraðra hafi hækkað um 24-25% með nýju kerfi almannatrygginga. Þá er ljóst samkvæmt opinberum gögnum að 67% eldri borgara, þ.e. viðskiptavinir Tryggingastofnunar, voru með heildartekjur í febrúar sl., frá um 200 þúsund til 280 þúsund krónur eftir skatt og skerðingar. Eldri borgarar á strípuðum bótum hafa ekki til hnífs og skeiðar og búa við skort og fátækt! Á sama tíma og Alþingi lögfesti breytingar á almannatryggingum haustið 2016 – lá fyrir að lífeyrisþegi sem bjó einn á strípuðum bótum TR vantaði 34% til að tekjur dygðu fyrir lágmarks framfærslu – og allt að 50% vantaði upp á að lífeyrir TR dygði fyrir „dæmigerðu neysluviðmiði“ velferðarráðuneytisins sem ráðuneytið telur hvorki lúxus né lágmarksneyslu (sjá Harpa Njáls, Morgunblað 29.09.2016). Fátækt lífeyrisþega er heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Alþingis!Hver er ávinningur aldraðra af sparnaði í lífeyrissjóð? Í töflu sem hér fylgir eru þrjú dæmi um eldri borgara, með 281 þúsund frá almannatryggingum (TR) fyrir skatt, þ.e. ellilífeyrir og heimilisuppbót. Af þeirri upphæð fara 50 þúsund krónur í skatt. Ef eldri borgari á lífeyrissjóðsréttindi upp á 150 þúsund krónur á mánuði, skerðist ellilífeyrir TR um 56,9%, þ.e. rúmlega 71 þúsund krónur sem renna beint í ríkissjóð. Í þessu dæmi tekur ríkið rúmlega 151 þúsund krónur í skatt og skerðingar – hinn aldraði heldur tæplega 280 þúsund í eigin vasa. Sú upphæð dugir ekki til lágmarksframfærslu.Taflan sýnir einnig dæmi um eldri borgara með ellilífeyri og heimilisuppbót (TR) og 200 þúsund króna greiðslu úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðsgreiðslan skerðir ellilífeyri TR um nær 100 þúsund krónur. Skattar og skerðingar í ríkissjóð eru rúmlega 187 þúsund – viðkomandi heldur eftir 293 þúsund krónum í eigin vasa. Þessi dæmi sýna í reynd þann ásetning og markmið stjórnvalda að eldri borgarar standi sjálfir sem mest undir launum sínum og lífsafkomu. Þá er staðreynd að aldraðir greiða sama skatthlutfall (36,94%) og fólk á vinnumarkaði með yfir 800 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Með nýjum lögum almannatrygginga er vegið harkalega að öldruðum. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og Alþingis er stór hluti tekna eldri borgara gerður upptækur í ríkissjóð með sköttum og skerðingum. Hér er um klára eignaupptöku að ræða! Höfundur er sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun