Fleiri fréttir

Tröllið Brynjar og grenjuskjóðan Björn

Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sýnir stundum góð tilþrif í Facebook-hópnum Bylt fylki þar sem hann hefur meðal annars sýnt væringar sínar og Brynjars Níelssonar í spéspegli.

Goth og BDSM eru ekki tískustraumar frá helvíti

Svart, leður, hálsólar, latex og gaddabelti eru í brennidepli í kjölfar vinsælda Hatara. Munúðarfullt og djarft er þetta vissulega, svo mjög að mörgum þykir nóg um. Þegar betur er að gáð er ósköp lítið að óttast og eins og Karlotta Laufey í gothbúðinni Rokk & Rómantík bendir á þá er tíska bara tíska.

Nikolaj Coster-Waldau á Íslandi

Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem er þekktastur fyrir að leika Jaime Lannister í Game of Thrones, er staddur á Íslandi.

Réttast að setja þjóðina alla á ketó

Ketó-lífsstíllinn á vel við Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur. Hún ætlar að léttast um tíu kíló fyrir fimmtugt og þegar mánuður er til stefnu er hún viss um að takmarkið náist. Á ketó.

Ás fékk góða gjöf frá Ægi

Tvær fullkomnar baðlyftur sem Lionsklúbburinn Ægir gaf styrktarfélaginu Ási í tilefni sextugsafmæla beggja félaganna reynast þarfaþing á vinnustofu Áss í Ögurhvarfi. 

Með bíósal í stofunni

Björgvin Helgi Jóhannsson vill njóta kvikmyndanna sem hann horfir á. Í stofunni heima hjá sér í Grafarholti er hann með 130 tommu skjá og græjur til að fá sem bestu mögulegu upplifun í sófanum.

Lygileg trix með skutlu

Á YouTube-rásinni Dude Perfect má sjá heldur mögnuð tilþrif með skutlu í nýjasta myndbandi þeirra.

Lífseigar mýtur um mat

Gréta Jakobsdóttir næringarfræðingur segir mýmargar mýtur um mat grassera í samfélaginu og oft erfitt að leiðrétta þær. Hún heldur fyrirlesturinn Matur og mýtur í Heilsuborg á miðvikudag.

Jonas Brothers rétt sluppu við að borða nautatyppi

Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð.

Karl bjargaði Samúel og Ísaki frá dauðanum

Karl Jónas Gíslason er fæddur í Eþíópíu þar sem foreldrar hans voru kristniboðar. Seinna fetaði Karl í þeirra fótspor voru hann og konan hans þar á árunum 1992-96 og svo aftur 2007-11.

Hrikalega stórt skarð fyrir 80s-ið

Michael Jackson er endanlega fallinn af stalli eftir Finding Neverland. Fréttablaðið ræðir við íslenska aðdáendur sem kunna Jackson litlar þakkir fyrir að hafa mengað áður ljúfar minningar.

Sjórinn er leikvöllur

Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár.

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez trúlofuð

Söngkonan Jennifer Lopez og hafnarboltagoðsögnin Alex Rodriguez eru trúlofuð en J-Lo greinir frá þessu með mynd af trúlofunarhringnum á Instagram, sem er jú af dýrari gerðinni.

Sjálfsást eflir systrasamstöðuna

Á morgun, þriðjudag, hefst sex vikna sjálfstyrkingar- og slökunarnámskeið fyrir stelpur á aldrinum 15 til 18 ára í Andagift súkkulaðisetri.

Atriði Bræðslunnar 2019 tilkynnt

Nú um helgina var tilkynnt um hvaða atriði munu stíga á svið á tónlistarhátíðinni Bræðslunni, sem fram fer á Borgarfirði eystra 27.júlí næstkomandi.

Sjá næstu 50 fréttir