Lífið

Víkingur og Hallveig fluttu íslenskt rapp á klassískum nótum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegur flutningur Víkings og Hallveigar.
Fallegur flutningur Víkings og Hallveigar.
GDRN hlaut fern verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Silfurbergi í Hörpu í gær.

Ásamt GDRN fengu Víkingur Heiðar, Auður, Karl Olgeirsson, Valdimar, Jónas Sig, JóiPé og Króli flest verðlaun. Þá fékk Jón Ásgeirsson sérstök heiðursverðlaun á athöfninni.

Verðlaunin voru í beinni útsendingu á RÚV en í upphafsatriðinu tóku þau Víkingur Heiðar Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir klassískar útgáfur af íslenskum rapplögum.

Saman fluttu þau lögin Upp til hópa með Herra Hnetusmjöri, Dúfan mín með Loga Pedro og Freðinn með Auður.

Víkingur Heiðar sagði undir lok atriðisins að nauðsynlegt væri að bera virðingu fyrir íslenskum röppurum þar sem líftími þeirra væri ekki svo langur. Ekki væri hægt að vera 45 ára og jafn töff og Herra Hnetusmjör er í dag. Líftíminn rappara væri styttri.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×