Fleiri fréttir

Mertens sá um Rómverja

Dries Mertens reyndist hetja Napoli í stórleik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Matthías: Ég skammast mín smá fyrir frammistöðuna

KR tapaði fyrir Þór frá Akureyri í spennuþrungnum leik í Dominos deild karla í kvöld 86-90. Leikurinn var partur 16. umferð deildarkeppninnar en KR var með gott forskot eftir fyrsta leikhluta en glutraði leiknum niður þannig að tekið verður eftir. 

Martin meiddist í tapi gegn Barcelona

Martin Hermannsson meiddist snemma leiks þegar lið hans, Valencia, tók á móti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Ótrúleg endurkoma Arsenal

Arsenal bjargaði þegar þeir heimsóttu West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn höfðu komist í 3-0, en tvö sjálfsmörk og mark frá Alexandre Lacazette björguðu stigi fyrir skytturnar.

Gylfi Þór dregur sig úr landsliðshópnum

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með íslenska landsliðinu sem spilar þrjá leiki í Undankeppni HM í lok mánaðarins. KSÍ greinir frá þessu á Twitter síðu sinni.

Þrír íslenskir sigrar í þýska boltanum í dag

Það var fjöldinn allur af Íslendingum í eldlínunni í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson unnu fimm marka sigur með Magdeburg, Bjarki Már Elísson var næst markahæstur í naumum sigri Lemgo og Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu sjö marka sigur.

Alexandra kom inn á í stórsigri Frankfurt

Eintracht Frankfur vann í dag stórsigur á útivelli gegn Andernach. Lokatölur 1-7 og íslenska landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður.

Juventus mistókst að vinna nýliðana

Það voru ansi óvænt úrslit í ítalska boltanum í dag þegar Juventus tapaði 0-1 á heimavelli gegn Benevento. Tapið setur dæld í titilvonir Juventus, en mikilvæg þrjú stig fyrir Benevento sem koma sér sjö stigum frá fallsæti.

Viktor Gísli og GOG á toppi dönsku deildarinnar

GOG endurheimti toppsætið í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta með sjö marka sigri gegn Fredericia í dag. Lokatölur 37-30 og Viktor Gísli átti góðan leik í marki GOG, varði 18 bolta og skoraði meira að segja eitt mark.

Albert byrjaði og AZ Alkmaar nálgast Evrópusæti

AZ Alkmaar lyfti sér upp að hlið PSV Eindhoven þegar liðin mættust í dag á heimavelli AZ Alkmaar. Niðurstaðan 2-0 sigur heimamanna og Albert Guðmundsson var að sjálfsögðu í byrjunarliði AZ.

Thomas Tuchel enn ósigraður og Chelsea komnir í undanúrslit

Chelsea er næst seinasta liðið sem kemst í undanúrslit FA bikarsins. Þeir bláklæddu fengu Sheffield United í heimsókn á Stamford Bridge og unnu 2-0 sigur. Fyrra mark leiksins kom á 24. mínútu, en það var Oliver Norwood sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Hakim Ziyech gulltrygði sigurinn í uppbótartíma.

Hlynur Andrésson: Ég er farinn að setja markið hærra

Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta maraþon á ferlinum í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og stórbætti Íslandsmet Kára Steins um rúmlega þrjár og hálfa mínútu. Hlynur ætlaði sér þó að gera enn betur og ná Ólympíulágmarki en það gekk því miður ekki. 

Sunna ekki með gegn Litháen

Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt þá 15 leikmenn sem taka þátt í mikilvægum leik gegn Litháen í kvöld. Sunna Jónsdóttir meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Grikklandi í gær og getur því ekki spilað í kvöld.

Haukur Helgi og félagar unnu í framlengdum leik

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í MoraBanc Andorra mættu liði Manresa í spænska körfuboltanum í dag. Lokatölur 92-86 eftir framlengingu, og Andorra jafnar Manresa því að stigum í níunda sæti deildarinnar, einu sæti frá sæti í úrslitakeppni.

LeBron ekki brotinn en gæti verið lengi frá

LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers, fór meiddur af velli í tapi liðsins gegn Atlanta Hawks. LeBron snéri sig á ökkla en röntgen myndir sýna að hann er ekki brotinn. Hann gæti þó verið frá í allt að þrjá mánuði.

Pickford gæti verið frá í sex vikur

Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, gæti verið frá í sex vikur eftir að hafa meist í leik gegn Burnley á dögunum. Meiðslin þýða að hann er nú í kapphlaupi við tímann um að koma sér í stand og sýna að hann eigi að vera í enska landsliðshópnum á EM í sumar.

Ancelotti segir Manchester City vera besta lið í heimi

Everton féll út úr FA bikarnum í gær eftir 0-2 tap gegn Machester City. Lærisveinar Pep Guardiola virðast vera óstöðvandi þessa stundina og Carlo Ancelotti, þjálfari Everton, hrósaði andstæðingum sínum upp í hástert.

Zidane skilur ekkert í löndum sínum

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid og goðsögn í frönskum fótbolta, skilur ekki hvers vegna Karim Benzema er ekki hluti af franska landsliðinu.

Sjá næstu 50 fréttir