Fótbolti

Ancelotti segir Manchester City vera besta lið í heimi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Carlo Ancelotti segir Manchester City ekki vera venjulegt lið.
Carlo Ancelotti segir Manchester City ekki vera venjulegt lið. Robin Jones/Getty Images

Everton féll út úr FA bikarnum í gær eftir 0-2 tap gegn Machester City. Lærisveinar Pep Guardiola virðast vera óstöðvandi þessa stundina og Carlo Ancelotti, þjálfari Everton, hrósaði andstæðingum sínum upp í hástert.

„Við börðumst mjög vel í 80 mínútur á móti liði sem er í mínum huga besta lið heims,“ sagði Ancelotti eftir leikinn.

„Manchester City er ekkert venjulegt lið. Þeir eru bestir,“ bætti Ítalinn við.

City er nú komið í undanúrslit FA bikarsins, ásamt því að vera komnir í úrslitaleik Carabao Cup, átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og sitja á toppi Ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er því í góðri stöðu til að vinna fernuna, en það hefur aldrei verið gert áður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×