Fleiri fréttir

Hundruðir halda áfram ferð sinni að landamærunum

Um fimm hundruð flóttamanna héldu í dag frá Mexíkóborg í átt að landamærum Bandaríkjanna. Þúsundir bíða enn færis til þess að komast yfir. Hópurinn byrjaði á því að taka neðanjarðarlest nyrst í borgina og fóru svo gangandi með fram hraðbraut í lögreglufylgd.

Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit

Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit.

Maður gekk berserksgang í miðborg Melbourne

Karlmaður stakk þrjá vegfarendur í miðborg Melbourne. Einn er látinn og annar er sagður þungt haldinn á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn liggur einnig særður á sjúkrahúsi eftir að lögreglumenn skutu hann.

Breytt veður leiðir hvalina af leið

Kanadamenn velta því nú fyrir sér hvort hvalir séu að breyta ferðavenjum vegna loftslagsbreytinga, að því er grænlenska útvarpið segir.

Imelda Marcos sakfelld fyrir spillingu

Fyrrverandi forsetafrúin er einna þekktust fyrir að hafa átt þúsund skópör þegar hún og eiginmaður hennar stýrðu FIlippseyjum með harðri hendi.

Leit lögreglu talin lögbrot

Lagaprófessor við Háskólann í Björgvin í Noregi telur að heimsókn lögreglu með fíkniefnahund í framhaldsskóla nýverið hafi verið lögbrot.

Meira til Jemens

Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) ætlar að tvöfalda matargjafir til Jemens og þannig sjá fjórtán milljónum fyrir mat. Þetta sagði í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í gær.

Tugþúsundir flýja skógarelda í Kaliforníu

Yfirvöld í norðurhluta Kaliforníu-ríkis í Bandaríkjunum hafa skipað tugþúsund íbúa ríkisins að að flýja skógarelda sem fara hratt yfir. Sumir þurfti beinlínis að aka í gegnum eldtungurnar til þess að komast í burtu.

Eyðsluklóin í Harrods gengur laus að nýju

Konu að nafni Zamira Haiyeva, sem er fædd í Aserbaídsjan en býr nú á Bretlandseyjum, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingu eftir að hún var handtekin í Lundúnum í síðustu viku að beiðni yfirvalda í Azerbaídsjan.

Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi

Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi.

Hafa borið kennsl á árásarmanninn

Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem hóf skothríð á veitingastað í Thousand Oaks í Kaliforníu í morgun, þar sem minnst þrettán létu lífið, að árásarmanninum meðtöldum.

Washington undirbýr sig fyrir stríð

Stjórnmála- og embættismenn í Washington DC undirbúa sig nú fyrir pólitískt stríð í kjölfar yfirtöku Demókrata á fulltrúadeild Bandaríkjaþings og brottreksturs Jeff Sessions, dómsmálaráðherra.

Vaxandi vandi Repúblikanaflokksins

Þótt Repúblikanar hafi unnið Hvíta húsið fyrir tveimur árum blasir alvarlegt lýðfræðilegt vandamál við flokknum.

Manfred Weber verður forsetaefni evrópskra hægrimanna

Hægrimenn á Evrópuþinginu ákváðu í dag að Þjóðverjinn Manfred Weber skyldi verða kandídat þeirra þegar leiðtogaráð ESB ákveður hver skuli verða næsti forseti framkvæmdastjórnarinnar á næsta ári

Skotárás á veitingastað í Kaliforníu

Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni.

Sjá næstu 50 fréttir