Erlent

Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir að um tvö hundruð manns hafi verið inni á staðnum þegar árásin var gerð, en kántríkvöld fyrir háskólanema fór þar fram.
Lögregla segir að um tvö hundruð manns hafi verið inni á staðnum þegar árásin var gerð, en kántríkvöld fyrir háskólanema fór þar fram. AP/Mark Terrill
Uppfært 11:13: Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að tólf manns hafi látist í árásinni og tólf til viðbótar særst.



Árásarmaðurinn sem hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks í Kaliforníu í morgun er látinn. Frá þessu greinir lögregla á staðnum.

Fjölmargir særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastaðnum Borderline Bar & Grill klukkan 23:20 að staðartíma, eða 7:20 að íslenskum tíma. Ljóst er að einhverjir hafi látist þó að ekki hafi verið gefið upp hve margir.

Lögregla segir að um tvö hundruð manns hafi verið inni á staðnum þegar árásin var gerð, en kántríkvöld fyrir háskólanema fór þar fram.

Sjónarvottar segja að mikil ringulreið hafi skapast þegar maðurinn skaut úr byssu sinni. Fólk notaðist við stóla til að brjóta glugga til að komast út á meðan aðrir leituðu skjóls inni á salernum staðarins.

Lögregla segir árásarmanninn hafa notast við reyksprengjur í árásinni.


Tengdar fréttir

Skotárás á veitingastað í Kaliforníu

Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×