Fleiri fréttir

Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag

Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI.

NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook

Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár.

Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag

Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag.

Vilja verða 51. stjarnan á þjóðfána Bandaríkjanna

Efnahagsástandið á eyjunni hefur verið ömurlegt að undanförnu. Skuldir eyjaskeggja eru um 70 milljarðar dollara, andvirði um sjö billjóna íslenskra króna, og tæplega annar hver íbúi er undir fátæktarmörkum.

Tugir fórust í skriðum í Bangladess

Einar mestu monsúnrigningar síðari ára hafa valdið skriðum í suðausturhluta Bangladess sem að minnsta kosti fjörutíu manns hafa farist í.

Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla

Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa.

Leggja gjöld á eldisfisk

Framfaraflokkurinn í Noregi óttast að ný gjöld á eldislax sem norska stórþingið hefur samþykkt leiði til þess að ný störf skapist í Póllandi í stað Noregs.

Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu

Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna.

„Umhverfisvænn“ Trump vill fegra múrinn með sólarskjöldum

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur fundið leið til að fjármagna hinn umtalað múr milli Mexíkó og Bandaríkjanna. Hann ætlar að þekja hann sólarskjöldum sem virkja sólarorku. Forsetinn telur að þetta muni auk þess umbreyta veggnum og gera hann fallegri. Veggurinn á að vera 12-14 metrar.

Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar

Forsetinn er sakaður um meiriháttar brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkiserindrekum í stefnu dómsmálaráðherra Maryland-ríkis og Columbia-svæðis.

Navalny handtekinn á heimili sínu

Fjölmenn mótmæli eru fyrirhuguð í Moskvu í dag, en ekki hafði fengist leyfi frá yfirvöldum og eru þau því ólögleg.

Bandalag Macron fékk um þriðjung atkvæða

Nýr flokkur Emmanuel Macron hlaut þriðjung atkvæða í fyrri umferð frönsku þingkosninganna í gær og gæti náð afgerandi meirihluta í þinginu. Sósíalistaflokkur fráfarandi forseta galt afhroð og tapar hátt í 200 þingsætum.

Corbyn vill fella ríkisstjórn May

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur tilkynnt að flokkurinn hyggist bjóða öðrum stjórnmálaflokkum að fella ríkisstjórn Íhaldsflokksins og kjósa stefnuskrá Verkamannaflokksins.

May stokkar upp í ráðherrahópnum

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórn Bretlands í kjölfar þingkosninganna þar í landi í síðustu viku.

Lögreglan sendir frá sér myndir af fölsuðu sprengjubeltunum

Lögregluyfirvöld í Lundúnum hafa sent frá sér myndir af fölsuðum sprengjubeltum sem árásarmennirnir Khuram Butt, Rachid Redouane og Youssef Zaghba báru um sig miðja þegar þeir frömdu hryðjuverkin á London Bridge og Borough Market þann 3. júní, síðastliðinn.

Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar

Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið.

Kosningarnar gætu orðið sögulegar

Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis.

Sjá næstu 50 fréttir