Erlent

Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Jeff Sessions er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Jeff Sessions er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag.

Búist er við að hann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI.

Ólíklegt er talið að Sessions muni greina frá samtölum sínum við forsetann, að því er Politico hefur eftir heimildarmönnum sem blaðið segir standa ráðherranum nærri.

The Guardian segir að mögulega muni Sessions neita að svara og bera fyrir sig réttindi sem handhafar framkvæmdavaldsins hafa til að veita ekki upplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×