Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, Bútsja þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. 

Stál­heppinn tippari vann 104 milljónir króna

Hæsti vinningur í sögu Íslenskra getrauna vannst í gær þegar íslenskur tippari búsettur í Kópavogi fékk þrettán rétta á Enska getraunaseðilinn og varð 104 milljónum króna ríkari.

Hjálmar harmar skerta þjónustu strætó

Strætó skerðir í dag þjónustu sína við far­þega með því að draga úr tíðni ferð á nokkrum leiðum og hætta akstri þeirra fyrr á kvöldin. Stjórnar­­for­­maður skilur ó­­­sætti far­þega vel og vonast til að skert þjónusta verði að­eins tíma­bundin.

Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund

Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu.

Snarpir jarðskjálftar í Grindavík

Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 

„Það stenst enginn þetta augna­ráð“

Það mun vanta sjö leið­sögu­hunda fyrir blinda og sjón­skerta á landinu á næstu árum. Við hittum Kela, eig­anda leið­sögu­hunds, í mið­bæ Reykja­víkur í gær sem lýsti afar nánu sam­bandi sínu við besta vin sinn - Gaur.

Nýtt í Sundhöll Selfoss – Klór úr salti

Nýtt klórframleiðslukerfi hefur verið tekið í notkun í Sundhöll Selfoss, sem er miklu umhverfisvænna og hagkvæmara í rekstri heldur en aðkeypti klórinn og kolsýran sem var keyptum áður fyrir laugina. Nýi búnaðurinn framleiðir klór úr salti.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Mannréttindasamtök saka Rússa um stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá svæðum sem Rússar hafa horfið frá. Við segjum frá helstu vendingum stríðsins í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

„Hann tók á­kvörðun og hann braut á mér“

Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 

Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum

„Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir.

Vestur­bæingar sjá um hundrað flótta­mönnum á Hótel Sögu fyrir nauð­synjum

Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar.

Harpa Ósk kjörin nýr skáta­höfðingi

Harpa Ósk Valgeirsdóttir var í gær kjörin nýr skátahöfðingi Íslands. Hún var sjálfkjörin enda vilja skátar ekki það vesen sem fylgir kosningaslag og eru samstíga, að sögn Hörpu Óskar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Farið verður yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum.

Vil­helm tók mynd ársins og frétta­mynd ársins

Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins.

Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði

Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar.

Erla hefur farið fram á endurupptöku

Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 

Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út

Sam­tökin Geð­hjálp segja ljóst að dag­­lega sé brotið á mann­réttindum fólks inni á geð­­deildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rauði krossinn reynir í dag að bjarga fólki úr hinni stríðshrjáðu Mariupol í Úkraínu. Flóttamenn hér á landi hafa meðal annars fengið inni á Hótel Sögu. Við fjöllum um stöðuna á stríðinu í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar

Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga.

Strætó miður sín vegna Klapp-vanda­­mála

Nýtt greiðslu­kerfi Strætó hefur farið brösug­lega af stað og mörgum verið meinaður að­gangur að vögnum vegna bilunar í kerfinu. Strætó lofar miklum betr­um­bótum strax í næstu viku.

Vill hús­næðis­sátt­mála á höfuð­borgar­svæðinu

Borgarstjóri kallar eftir því að ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geri með sér sérstakan húsnæðissáttmála til að leysa stöðuna á húsnæðismarkaði. Borgin ætlar að tvöfalda árlegt lóðaframboð sitt næstu fimm árin.

Fyrri áfallasaga rauður þráður hjá föngum

Alvarleg áföll sem leiddu til vímuefnavanda og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Geðhjúkrunarfræðingur segir það koma heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis.

Sunna Karen verð­launuð fyrir um­fjöllun ársins

Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi hlaut nú síðdegis Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Hækka félagsgjald til að efla vinnudeilusjóð Sameykis

Félagsfólk Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu samþykkti á aðalfundi í gær að hækka félagsgjald í þeim tilgangi að efla vinnudeilusjóð félagsins. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því hvernig Reykjavíkurborg ætlar að tvöfalda árlegt lóðaframboð sitt næstu fimm árin til að svara þeim eftirspurnarvanda sem nú er á húsnæðismarkaði. Borgin skorar á nágrannasveitarfélög sín og ríkið að gera með sér húsnæðissáttmála.

Sjá næstu 50 fréttir