Innlent

Tæp­lega þúsund börn farið oftar en fjórum sinnum í sótt­kví

Eiður Þór Árnason skrifar
Faraldurinn hefur ekki síður haft mikil áhrif á líf barna og ungmenna.
Faraldurinn hefur ekki síður haft mikil áhrif á líf barna og ungmenna. Vísir/Vilhelm

Alls hafa 989 börn þurft að fara oftar en fjórum sinnum í sóttkví hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins fram til 10. febrúar. Þar af eru 243 börn á aldrinum 0 til 5 ára og 548 á aldrinum 6 til 12 ára.

Þetta kemur fram í svari sóttvarnalæknis við fyrirspurn Umboðsmanns barna. Samtals hafa 56.322 börn á aldrinum 0 til 17 ára þurft að sæta sóttkví minnst einu sinni á tímabilinu. Tæpur helmingur, eða 25.882 hafa þurft að sæta endurtekinni sóttkví. Flest börnin eru á aldrinum 6 til 12 ára, eða 11.918 talsins.

Aldur miðast við dagsetningu við upphaf sóttkvíar. Ef barn á tvö eða fleiri sóttkvíartímabil í sitthvorum aldurshópnum þá telur barnið tvisvar

Að sögn sóttvarnalæknis hafa 23.552 börn 5 ára og yngri farið í PCR-sýnatöku frá upphafi faraldurs til 24. febrúar 2022.

Alss hafa 35.045 börn á aldrinum 0 til 17 ára þurft að sæta einangrun í kjölfar greiningar á Covid-19 frá upphafi faraldursins til 24. febrúar 2022. 

Aldurshópur Fjöldi í einangrun
0-5 ára 8.623
6-12 ára 16.143
13-17 ára 10.279

Aldur miðast við dagsetningu greiningar og ef barn á fleiri en tvö einangrunartímabil þá telur seinna tímabilið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×