Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því hvernig Reykjavíkurborg ætlar að tvöfalda árlegt lóðaframboð sitt næstu fimm árin til að svara þeim eftirspurnarvanda sem nú er á húsnæðismarkaði. Borgin skorar á nágrannasveitarfélög sín og ríkið að gera með sér húsnæðissáttmála.

Rússar virðast á hröðu undanhaldi frá svæðum í kringum um Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. En á sama tíma halda þeir uppi árásum á Mariupol og í gærkvöldi stálu þeir neyðarvistum sem ætlaðar voru hrjáðum borgarbúum.

Akureyrarbær er ekki par hrifinn af áformum um lagningu nýrrar Blöndulínu í landi bæjarfélagsins og óttast að þau áform Landsnets skerði framtíðarbyggingarland bæjarins. En við verðum einnig í beinni frá Hlíðarfjalli því tónlistar- og snjóbrettahátíðin AK Extreme fer fram á Akureyri um helgina.

Og svo kíkjum við á hvernig landsmenn létu gabbast af ýmsum falsfréttum í dag og hlupu apríl. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×