Fleiri fréttir

Vaktin: Óveður gengur yfir landið

Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi.

Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu

Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga.

Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist

Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra.

Áhyggjur innan hótelgeirans

Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla.

Iðnaðar­­menn hjóla í verka­­lýðs­hreyfinguna

Fjölmennur fundur fagaðila í iðnaði, sem haldinn var í gær, fordæmdi harðlega það sem þeir telja óforskömmuð vinnubrögð verkalýðshreyfingarinnar þar sem þeir hafi gengið freklega fram hjá innlendri framleiðslu við innflutning á fullbúnum húsum, innréttingum og húsgögnum hingað til lands.

Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana.

Dregið úr leit í Ölfusá í nótt

Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum.

„Það er bara ekkert ferðaveður“

Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun.

Kristján Þór segir reglugerðarbreytinguna ekki óeðlilega

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, breytti reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum tíu dögum eftir að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. sendi ráðherranum tölvupóst þar sem þess var óskað.

Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi

Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi

Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt

Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum.

Hviður allt að 50 metrum á sekúndu

Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað.

Ekki einsdæmi að félög deili sjóðum í verkfallsaðgerðum

Sú hugmynd samflotsstéttarfélaganna fjögurra að standa sameiginlega undir kostnaði við hugsanlegar verkfallsaðgerðir er ekki einsdæmi. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, segir þetta hafa verið gert áður, síðast í aðgerðum í álverinu í Straumsvík. VR og Efling leggja til um sjö milljarða sjóði.

Ísland sé feimið við að tryggja rétt fatlaðra

Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir orð dómsmálaráðherra um valkvæða bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Bókunin sé alls ekki tilgangslaus líkt og ráðherra hélt fram í svari við fyrirspurn á þingi.

Stefna á að vera glaðasta sveitarfélag landsins

Útlitið var ekki bjart á Djúpavogi þegar Vísir lokaði fiskvinnslu þar fyrir fimm árum. Íbúar létu það ekki slá sig út af laginu. Margvísleg verkefni hafa sprottið upp síðan þá.

TikTok slær í gegn en er notað til eineltis

Grunnskólanemendur víða um land nota kínverska smáforritið TikTok til að leggja hvert annað í einelti. Kári Sigurðsson, sem frætt hefur ungmenni um samskipti síðastliðin sex ár, segir einelti meira falið í dag en áður

Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir

„Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli.

Segir áherslur félaganna einkennilegar

Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé.

Sjá næstu 50 fréttir