Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 06:55 Appelsínugular og gular viðvaranir lita veðurkortið þennan morguninn. Veðurstofan Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga.“ Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir Suðausturland og Miðhálendi. Þá er jafnframt varað við aukinni hættu á krapaflóðum og skriðuföllum samhliða vatnavöxtum. Höfuðborgarsvæðið og Skagafjörður eru á jaðri vindstrengsins og „minniháttar færsla á leið lægðarinnar getur haft mikil áhrif hve hvasst verður á þeim slóðum og rétt að vera við öllu búinn,“ að sögn veðurfræðingsins. Austan fyrrnefndrar línu verður hins vegar mjög hvasst og má gera ráð fyrir að meðalvindur fari yfir 30 m/s. Hviður munu að sama skapi geta náð yfir 50 m/s. „Svona veðurhæð veldur oft foktjóni hafi fólk ekki fest niður allt lauslegt.“ Það mun hins vegar draga úr vindi síðdegis, einna fyrst á Suðurlandi og síðar í öðrum landshlutum. Samhliða því mun kólna og á Norðurlandi má gera ráð fyrir að úrkoma verði í formi slydduélja í kvöld og nótt. Hitinn í dag verður á bilinu 0 til 6 stig, mildast syðst. Veðurfræðingur telur að það verði þó „fínasta veður“ á morgun. Hægur vindur sums staðar, minniháttar úrkoma en fremur svalt miðað við hlýindi undanfarinna daga.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítil úrkoma. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum, einkum seinnipartinn.Á fimmtudag:Suðaustan 3-10 m/s, en austan 10-15 við S-ströndina. Dálítil rigning um landið sunnanvert, en þurrt norðan heiða. Hiti 1 til 6 stig, en um og undir frostmarki fyrir norðan.Á föstudag:Gengur í austan- og suðaustanhvassviðri með rigningu, en slyddu eða snjókomu um landið norðanvert. Hiti 3 til 8 stig, en um frostmark norðantil.Á laugardag:Norðaustlæg átt og dálítil rigning syðst, en annars yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 5 stig sunnantil, en annars 0 til 6 stiga frost.Á sunnudag og mánudag:Áframhaldandi norðaustlæg átt með éljum N- og A-til, en annars bjartviðri. Frost um mest allt land. Veður Tengdar fréttir "Það er bara ekkert ferðaveður“ Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. 25. febrúar 2019 22:11 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga.“ Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir Suðausturland og Miðhálendi. Þá er jafnframt varað við aukinni hættu á krapaflóðum og skriðuföllum samhliða vatnavöxtum. Höfuðborgarsvæðið og Skagafjörður eru á jaðri vindstrengsins og „minniháttar færsla á leið lægðarinnar getur haft mikil áhrif hve hvasst verður á þeim slóðum og rétt að vera við öllu búinn,“ að sögn veðurfræðingsins. Austan fyrrnefndrar línu verður hins vegar mjög hvasst og má gera ráð fyrir að meðalvindur fari yfir 30 m/s. Hviður munu að sama skapi geta náð yfir 50 m/s. „Svona veðurhæð veldur oft foktjóni hafi fólk ekki fest niður allt lauslegt.“ Það mun hins vegar draga úr vindi síðdegis, einna fyrst á Suðurlandi og síðar í öðrum landshlutum. Samhliða því mun kólna og á Norðurlandi má gera ráð fyrir að úrkoma verði í formi slydduélja í kvöld og nótt. Hitinn í dag verður á bilinu 0 til 6 stig, mildast syðst. Veðurfræðingur telur að það verði þó „fínasta veður“ á morgun. Hægur vindur sums staðar, minniháttar úrkoma en fremur svalt miðað við hlýindi undanfarinna daga.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítil úrkoma. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum, einkum seinnipartinn.Á fimmtudag:Suðaustan 3-10 m/s, en austan 10-15 við S-ströndina. Dálítil rigning um landið sunnanvert, en þurrt norðan heiða. Hiti 1 til 6 stig, en um og undir frostmarki fyrir norðan.Á föstudag:Gengur í austan- og suðaustanhvassviðri með rigningu, en slyddu eða snjókomu um landið norðanvert. Hiti 3 til 8 stig, en um frostmark norðantil.Á laugardag:Norðaustlæg átt og dálítil rigning syðst, en annars yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 5 stig sunnantil, en annars 0 til 6 stiga frost.Á sunnudag og mánudag:Áframhaldandi norðaustlæg átt með éljum N- og A-til, en annars bjartviðri. Frost um mest allt land.
Veður Tengdar fréttir "Það er bara ekkert ferðaveður“ Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. 25. febrúar 2019 22:11 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
"Það er bara ekkert ferðaveður“ Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. 25. febrúar 2019 22:11