Fleiri fréttir

Forsetahjónin heimsækja Dalabyggð

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og frú Eliza Reid fara í opinbera heimsókn í Dalabyggð næstkomandi miðvikudag og fimmtudag.

Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi

Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð.

Alþjóðadagur fatlaðs fólks í tuttugasta og fimmta sinn

Dagurinn  er haldinn til stuðnings réttindum fatlaðs fólks á alþjóðavísu. Öryrkjabandalagið veitir Hvatningarverðlaun í ellefta sinn í dag í tilefni dagsins. Þuríður Harpa, formaður ÖBÍ, ræðir mikilvægi dagsins.

Íbúar segja Strætó fara of hratt

Íbúar á Stokkseyri eru ekki sáttir við Strætó. Segja vagnana keyra alltof hratt í gegnum þorpið sem skapi stórhættu fyrir íbúa. Upplýsingafulltrúi Strætó lítur málið alvarlegum augum og segir að tekið verði á því.

Kvörtun frá einum íbúa

Kvörtun barst frá einum íbúa vegna hundahalds Sigurbjargar Hlöðversdóttur í Hátúni 10, húsnæði Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands.

Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól

Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður haldið áfram að ræða stöðu útigangsfólks á höfuðborgarsvæðinu sem borgarstjóri segir nauðsynlegt að koma strax í skjól.

„Samráð um kyrrstöðu“ í stjórnarsáttmálanum

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sagði margt gott að finna í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann sagði þó sáttmálann yfirborðskenndan.

Segir rannsóknir styðja að Katla gaus árið 2011

Síðasta Kötlugos var ekki árið 1918 heldur að öllum líkindum árið 2011, þegar brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt. Jarðeðlisfræðingur segir frekari rannsóknir á atburðinum fyrir sex árum styðja að þá hafi orðið lítið eldgos í Kötlu.

Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu

Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir