Innlent

Engin sjáanleg hlýindi í kortunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það verður él fyrir norðan.
Það verður él fyrir norðan. VÍSIR/ERNIR
Það mun kólna nokkuð eindregið á landinu eftir daginn í dag. Að sögn Veðurstofunnar gæti orðið kalt fram á fimmtudag - „enda vindátt norðlæg og sendir yfir okkur kalt loft úr norðri.“ Frostið verður á bilinu 0 til 6 stig á morgun en frostlaust allra syðst.

Ekki verður þó að vænta mikillar úrkomu að þessu sinni. Næstu helgi munu draga mikið úr kuldanum þótt ekki sjái í nein hlýindi í bili.

Þá verður suðlæg átt og dálítil rigning eða slydda með köflum í dag en úrkomulítið norðaustantil. Hitinn í dag verður á bilinu 0 til 5 stig suðvestantil, en annars kringum frostmark.

Það snýst svo í norðvestanátt með éljum á Norðurlandi í kvöld en birtir til syðra.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Norðan og norðaustan 5-13 m/s og víða dálítil snjókoma eða él, en úrkomulítið á V-landi. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. 

Á miðvikudag:

Norðan 10-15 m/s og él N- og A-til, og einnig syðst í fyrstu en annars bjartviðri. Dregur úr vindi V-til um kvöldið. Talsvert frost á öllu landinu. 

Á fimmtudag og föstudag:

Norðvestanátt, strekkingur austast, en annars hægari. Él með A-ströndinni, en léttskýjað á vesturhelmingi landsins. Kalt í veðri. 

Á laugardag:

Austlæg átt með snjókomu eða slyddu SV-til um kvöldið, en annars yfirleitt þurrt. Hægt hlýnandi veður. 

Á sunnudag:

Útlit fyrir áframhaldandi austanátt og lengst að þurrt. Frost víða 0 til 5 stig.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×