Innlent

Engin sjáanleg hlýindi í kortunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það verður él fyrir norðan.
Það verður él fyrir norðan. VÍSIR/ERNIR

Það mun kólna nokkuð eindregið á landinu eftir daginn í dag. Að sögn Veðurstofunnar gæti orðið kalt fram á fimmtudag - „enda vindátt norðlæg og sendir yfir okkur kalt loft úr norðri.“ Frostið verður á bilinu 0 til 6 stig á morgun en frostlaust allra syðst.

Ekki verður þó að vænta mikillar úrkomu að þessu sinni. Næstu helgi munu draga mikið úr kuldanum þótt ekki sjái í nein hlýindi í bili.

Þá verður suðlæg átt og dálítil rigning eða slydda með köflum í dag en úrkomulítið norðaustantil. Hitinn í dag verður á bilinu 0 til 5 stig suðvestantil, en annars kringum frostmark.

Það snýst svo í norðvestanátt með éljum á Norðurlandi í kvöld en birtir til syðra.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðan og norðaustan 5-13 m/s og víða dálítil snjókoma eða él, en úrkomulítið á V-landi. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. 

Á miðvikudag:
Norðan 10-15 m/s og él N- og A-til, og einnig syðst í fyrstu en annars bjartviðri. Dregur úr vindi V-til um kvöldið. Talsvert frost á öllu landinu. 

Á fimmtudag og föstudag:
Norðvestanátt, strekkingur austast, en annars hægari. Él með A-ströndinni, en léttskýjað á vesturhelmingi landsins. Kalt í veðri. 

Á laugardag:
Austlæg átt með snjókomu eða slyddu SV-til um kvöldið, en annars yfirleitt þurrt. Hægt hlýnandi veður. 

Á sunnudag:
Útlit fyrir áframhaldandi austanátt og lengst að þurrt. Frost víða 0 til 5 stig.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.