Fleiri fréttir

Olíumengun í öðrum læknum í Grafarvogi

Um er að ræða lækinn fyrir neðan Keldur en Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þar hafi áður orðið vart við olíumengun.

Ráðherra vill fresta sölu á fjölda íbúða

Félagsmálaráðherra vill að Íbúðalánasjóður fresti sölu hundraða íbúða sem áformað er að selja fyrir áramót. Sveitarfélögin hafa ekki áhuga á að kaupa íbúðirnar og telja þær ekki henta fyrir félagslega kerfið. Íbúum mögulega hjálpað að kaupa með startlánum.

Gæsluvél til Sikileyjar

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hélt nú í morgun áleiðis til Sikileyjar en næstu vikurnar sinnir vélin og áhöfn hennar landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex.

Hjúkrunarfræðingum þarf að fjölga um 130

Landspítalinn þarf 100-130 hjúkrunarfræðinga til að geta mannað stöður eins og þarf, segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og staðgengill forstjóra Landspítalans. Stjórnendur spítalans telja ástandið erfitt en viðráðanlegt.

Færri innbrot á Suðurlandi

Innbrotum virðist hafa fækkað til muna á þessu ári miðað við síðasta ár á Suðurlandi. Þann 13. júlí í fyrra var búið að tilkynna 29 innbrot til lögreglunnar á Suðurlandi víðsvegar úr umdæminu. Það sem af er ári hefur verið tilkynnt um 16 innbrot.

Umsóknir verði afgreiddar hratt

„Það er krafa sveitarfélaganna að afgreiðsla á umsóknum um laxeldisleyfi verði unnin á þeim hraða sem lög og góð stjórnsýsla mæla fyrir um,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá sveitarfélögum á Vestfjörðum.

Saka Vínbúðirnar um bruðl með almannafé

Auglýsingaherferð ÁTVR, Röðin, kostaði 13 milljónir og hefur farið öfugt ofan í flesta enda er verið að minna starfsfólk stofnunarinnar á að spyrja um skilríki. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins saka Vínbúðirnar um að bruðla með almannafé.

Ógreinilegri skil milli vinnu og einkalífs vegna snjalltækja

Snjalltæki geta valdið því að fólk sé í vinnunni allan sólarhringinn. Í nýlegri könnun meðal félagsmanna BHM kemur fram að helmingur svarenda, sem hafa til umráða snjalltæki frá vinnuveitanda, fær mjög oft einhvers konar skilaboð veg

Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden

Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið.

Stefnir í að 100 milljóna króna múrinn verði rofinn

Nú þegar hafa safnast um 17 milljónir króna eða 61 prósenti hærri upphæð en á sama tíma í fyrra í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Hlauparar söfnuðu 97,2 milljónum til góðgerðarmála í fyrra sem var nýtt met en miðað við gang mála núna er ekki ólíklegt að það met verði slegið í ágúst.

Bærinn borgi námsgögnin

Bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að fela menntasviði bæjarins að kanna kostnað við að greiða allan kostnað við námsgögn barna í grunnskólum í bænum. Er auk þess lagt til að kostnaðurinn verði flokkaður niður eftir árgöngum.

Sóttvarnalæknir sendi út tilmæli til lækna vegna saurmengunar í Faxaskjóli

Sóttvarnalæknir segir að saurmengaður sjór geti skapað hættu á fjölmörgum sýkingum. Þar má nefna húðsýkingar, ertingu í húð og lifrarbólgu A. Sóttvarnalæknir fundaði með Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna saurmengunar við dælustöðina í Faxaskjóli í dag. Þá sendi hann út tilmæli til lækna vegna mengunarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir