Innlent

Bærinn borgi námsgögnin

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Kópavogsbær hyggst kanna kostnaðinn við námsgögn. Fréttablaðið/GVA
Kópavogsbær hyggst kanna kostnaðinn við námsgögn. Fréttablaðið/GVA

Bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að fela menntasviði bæjarins að kanna kostnað við að greiða allan kostnað við námsgögn barna í grunnskólum í bænum. Er auk þess lagt til að kostnaðurinn verði flokkaður niður eftir árgöngum.

Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG, lagði tillöguna fram. Í greinargerð segir að nokkur stór sveitarfélög hafi að undanförnu gert grunnskóla gjaldfrjálsa með öllu. Það sé mikilvægt að bæjarstjórnin hafi glöggar upplýsingar um kostnað ef af slíku yrði. „Kostnaður við nám getur verið hindrun við fulla þátttöku barna í skólastarfi og mikilvægt er að bærinn leiti allra leiða til að koma í veg fyrir slíkt,“ segir í greinargerðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira