Innlent

Bein út­sending frá sam­stöðu­tón­leikum í Há­skóla­bíó í opinni dag­skrá

Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Hér sjást Lovísa (Lay Low), Pálmi Gunnars og Ellen Kristjáns, sem koma fram í kvöld á samstöðutónleikunum í kvöld. Elísabet Eyþórsdóttir (lengst til hægri) er skipuleggjandi tónleikanna.
Hér sjást Lovísa (Lay Low), Pálmi Gunnars og Ellen Kristjáns, sem koma fram í kvöld á samstöðutónleikunum í kvöld. Elísabet Eyþórsdóttir (lengst til hægri) er skipuleggjandi tónleikanna. Vísir

Í kvöld fara fram samstöðutónleikar fyrir Palestínu í Háskólabíó, á sama tíma og Hera Björk stígur á svið í Malmö. Skipuleggjendur tónleikanna segja mikilvægt að sýna samstöðu. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2.

Ákváðuð þið að halda þessa tónleika til þess að bjóða fólki valkost sem að gat ekki hugsað sér að horfa á Eurovision?

„Já það er bara ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að gera allt sem að við getum til þess að sýna samstöðu og hjálpa þeim sem að hjálp þurfa, og í kvöld erum við að koma hérna saman áheyrendur og allir sem koma að tónlistinni og bara þessum tónleikum, til þess að sýna samstöðu, af því það skiptir máli,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir, skipuleggjandi samstöðutónleikanna. Hún segir að allur ágóði af tónleikunum renni beint til mannúðaraðstoðar á Gaza í gegnum UNICEF og rauða krossinn á Íslandi.

Ellen Kristjáns, tónlistarkona sem kemur fram á tónleikunum segir að áhorfendur geti vænst samstöðu og kærleika. Þau séu þarna til þess að sýna að þeim sé ekki sama og þau hugsi til þeirra sem eiga hrikalega erfitt.

Sérkennileg birta yfir Betlehem

Pálmi Gunnarsson kemur einnig fram í kvöld. „Einhversstaðar stendur í gömlum sálmi að það sé bjart yfir Betlehem, en það er svolítið sérkennileg birta þar í dag sko. Ég vil ekki sjá annað heldur en að við stöndum gegn þessu rugli,“ segir Pálmi.


Tengdar fréttir

Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision

Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×