Fótbolti

Læri­sveinar Freys felldu Guð­laug Victor og Al­freð Finn­boga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lærisveinar Freys lifa í voninni.
Lærisveinar Freys lifa í voninni. Isosport/Getty Images

Freyr Alexandersson og hans lærisveinar í KV Kortrijk unnu 1-0 sigur á Eupen í fallriðli belgísku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Það þýðir að Íslendingalið Eupen er fallið en Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í dag á meðan Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Freyr tók við Kortrijk um áramótin þegar allt stefndi í að liðið myndi skítfalla. Það hefur þó rofað til og eftir sigur dagsins gæti liðinu tekist hið ómögulega. Boris Lambert, leikmaður Eupen, rétti Frey og félögum hjálparhönd með því að fá tvö gul og þar með rautt á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Það nýtti Joao Pedro Eira Antunes Silva þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Reyndist það eina mark leiksins og Kortrijk vann 1-0 sigur sem gerir það að verkum að liðið á í raun fína möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.

Þegar ein umferð er eftir er Eupen fallið en Kortrijk þarf að öllum líkindum sigur í lokaleik sínum gegn Charleroi til að komast í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Tap gæti hins vegar þýtt fall en það fer allt eftir því hvernig leikur Eupen og RWDM fer.


Tengdar fréttir

Jón Dagur lagði upp mark

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson átti mikilvæga stoðsendingu þegar Leuven vann Standard Liege í belgísku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×